328. fundur

328. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. janúar 2021 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðmundur Ísfeld, Hallfríður Ólafsdóttir, Pétur Arnarsson formaður, Erla Björg Kristinsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi, Ólafur Jakobsson.

Fundargerð ritaði: Ína Björk Ársælsdóttir.

Dagskrá:
1. Erindi nr. 2101006. Hvoll, staðfesting 3 lóða í frístundabyggð.
2. Erindi nr. 2101004. Smáragrund 2 (Gund), lóðarstærð.
3. Erindi nr. 2011051. Aðalskipulagbreyting Dalabyggð „Sólheimar, iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar“. Kynning á stöðu málsins.
4. Erindi nr. 2012036. Brekkulækur, breyting staðfanga.


Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2101006. Umsókn frá Skúla Hún Hilmarssyni fyrir hönd eigenda Hvols í Vesturhópi um staðfestingu á þremur lóðarblöðum: Hvoli lóð nr. 10, L231090, lóð nr.13 L231091 og lóð nr. 21 L231092. Lóðarblöðin eru gerð í samræmi við deiliskipulagið: „Sumarbústaðalóða í landi Hvols“.
Skiplags- og umhverfisráð staðfestir fyrirliggjandi lóðarblöð og felur byggingarfulltrúa að skrá lóðirnar í fasteignaskrá.

2. Erindi nr. 2101004. Lóðin Smáragrund 2, sem áður var nefnd Grund, hefur verið ranglega skráð 120 m2 að flatarmáli í fasteignaskrá. Í þinglýstum lóðarsamningi (22.10.1956 – Nr. 10970) er lóðin sögð vera 1260 m2. Um augljósa villu er því að ræða.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stærðarskráningu lóðarinnar í samræmi við gildandi lóðarsamning frá 1956.

3. Erindi nr. 2011051. Aðalskipulagsbreyting í Dalabyggð „Sólheimar, iðnaðarsvæði til
vindorkunýtingar“. Kynning á stöðu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð hefur fengið of stuttan tíma til að kynna sér málið og hefur ekki fengið þau gögn sem óskað var eftir frá Dalabyggð og nauðsynleg eru til að varpa betra ljósi á fyrirhugaðan vindmyllugarð. Ráðið telur sig því ekki hafa forsendur til að afgreiða umsögn um skipulagbreytinguna innan tímamarka umsagnarfrestsins.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir að haldinn verði íbúafundur eða kynning þar sem farið verði yfir áform um vindmyllugarð á Laxárdalsheiði, við sveitarfélagamörk Húnaþings vestra og Dalabyggðar, með sérstakri áherslu á áhrif í Húnaþingi vestra, s.s. ásýnd, náttúrufar og framtíðarhagsmuni sveitarfélagsins.


4. Erindi nr. 2012036. Friðrik Jóhannsson, kt. 300752-2099, eigandi Brekkulækjar A og C, F2133270, annars vegar og Arinbjörn Jóhannsson, kt. 050350-7469, eigandi Brekkulækjar B og D, F2317856, hins vegar; Sækja um leyfi til að breyta nöfnum á framangreindum fasteignum þannig að Brekkulækur A og C verði Brekkulækur I og Brekkulækur B og D verði Brekkulækur II.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytt nöfn, (staðföng).

 


Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?