327. fundur

327. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn mánudaginn 7. desember 2020 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðmundur Ísfeld, Hallfríður Ólafsdóttir, Pétur Arnarsson, Sigurður Björn Gunnlaugsson.

Starfsmenn

Ína Björk Ársælsdóttir.

Ólafur Jakobsson, byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Ína Björk Ársælsdóttir.

Afgreiðslur:

  1.        Erindi nr. 2011051. Sveitarfélagið Dalabyggð, kt. 510694-2019, óskar með tölvupósti 24. nóvember sl., eftir umsögn við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Sólheima, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur vegna tillögunnar er til 20. janúar 2021.
           Í aðalatriðum felst breytingin í því að 400 ha iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar er fært inn í aðalskipulag, á svæði sem er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.
           Með tölvupóstinum fylgdi greinargerð með breytingaruppdrætti ásamt viðauka með uppdrætti sem sýnir svæði mögulegs sýnileika vindorkuvers í landi Sólheima (landnr. 137586 og 137587), við sveitarfélagamörk að Húnaþingi vestra. Kortið sýnir mögulegan sýnileika vindmylla í 200m hæð yfir landi með spaða í hæstu stöðu.
           Um ræðir skilgreiningu iðnaðarsvæðis í landi Sólheima fyrir uppbyggingu á vindorkuveri með allt að 30 vindmyllum til raforkuframleiðslu allt að 150MW. Áformað er að selja raforkuna inn á kerfi Landsnets. Í greinargerð er áformað að vindmyllur verði 120m upp í miðju hverfils og spaðar í hæstu stöðu í 200m hæð. Skilgreining hæðarviðmiða í töflu 1, efsta flokki (A ), nær hins vegar mest í allt að 90m hæð upp í vélarhús. Hugsanlega þarf að gera ráð fyrir ljósabúnaði efst á myllum, til aðvörunar fyrir flugumferð.
           Þjónustuvegir/-slóðar verða lagðir á svæðinu. Orkuvinnslusvæðið liggur innan svæðis sem Náttúrufræðistofnun gerir tillögu um að vernda, sem mikilvægt svæði fyrir fuglalíf og líffræðilegan fjölbreytnileika, afmarkað sem mikilvægt varpsvæði á alþjóðavísu fyrir himbrima og álft.
           Í tillögunni er umhverfisskýrsla þar sem fjallað er um umhverfisþætti, matsspurningar og viðmið, ásamt samanburði valkosta og umfjöllun um mótvægisaðgerðir.

Skiplags- og umhverfisráð samþykkir að óska eftir frekari gögnum sem gætu verið grunnur að faglegu samráði við íbúa Húnaþings vestra og upplýstrar ákvörðunartöku um efnistök umsagnar. Til dæmis ásýndarmyndir í þrívídd.

 2.     Erindi nr. 2010078. Lagt er fram mæliblað af lóðinni Teigagrund 1, teiknað af Skúla H. Hilmarssonar. Deiliskipulag liggur ekki fyrir. Mæliblaðið er tekið úr landinu Laugarbakki Norður, L226380, sem er í eigu sveitarfélagsins. Landnúmer lóðarinnar er L230900.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðarinnar eins og hún er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði.

 3.     Erindi nr. 2012002. Lögð eru fram mæliblöð af lóðunum Teigagrund 3, 5, sem þegar eru byggðar ásamt lóðinni Teigagrund 7 sem er óbyggð. Lóðirnar eru teiknaðar af Skúla H. Hilmarssonar. Deiliskipulag liggur ekki fyrir. Stærðir: Teigagrund 3 er skráð 900 m2 en verður 986 m2. Teigagrund 5 er skráð 900 m2 en verður 942 m2. Teigagrund 7 er 1083 m2 og fær lóðin landnúmerið L230985.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir bæði ný og uppfærð lóðarblöð.

 

 

Lagt fram til kynningar:

Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 61.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

                                                                                                           Fundi slitið kl. 18:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?