320. fundur

320. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. maí 2020 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir og Þórey Edda Elísdóttir

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson.

Slökkviliðsstjóri: Jóhannes Kári Bragason.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2004030. Sveinn Smári Hannesson, kt. 090450-7869, sækir fyrir hönd Hvalsár ehf, kt. 550801-2480 eiganda Stóru-Hvalsár 1, F2129903, um leyfi til að rífa og fjarlægja geymsluskúr mhl. 06 sem tilheyrir fasteigninni. Geymsluskúrinn er mjög illa farinn. Terra hf á Skagaströnd mun taka á móti þeim úrgangi sem til fellur vegna niðurrifsins, s.s. timbri og járni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir niðurrif geymslunnar.

2. Erindi nr. 2003088. Landsnet hf, kt. 580804-2410, lóðarhafi iðnaðar- og athafnalóðarinnar Hrútatunga lóð, landnúmer 180672, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina. Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing sem tekur til vinnslu deiliskipulags og breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagslýsingin er unnin af Stoð ehf.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna.

3. Erindi nr. 2004005. Eigendur Grundartúns 14 sækja um endurnýjun á eldra leyfi til byggingar bílskúrs á lóðinni. Fyrir liggur að staðfesta stækkun lóðar úr 688 m2 í 704 m2. Lóðin stækkaði í tengslum við gatnagerð á þann hátt að breidd hennar norður suður varð ½ m meiri en skipulag fyrirskrifaði. Einnig er farið fram á að byggingarreit lóðarinnar verði breytt þannig að bílskúr allt að 6,5 x 10 m, geti staðið norðvestan við húsið. Meðfylgjandi er lóðarmynd sem sýnir bæði bílskúrinn og byggingarreit fyrir hann ásamt stækkun lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lóðarstækkunina og ályktar að fara skuli fram grendarkynning byggingarreits fyrir bílskúr. Samkvæmt leiðbeiningablaði 8a frá skipulagsstofnun, skal kynna byggingarreitinn fyrir eigendum eftirtalinna lóða: Grundartúns 12 og Bakkatúns 11 og 13.

4. Erindi nr. 1702005. Eyþór Rúnar Þórarinsson, kt. 300877-4359, sækir fyrir hönd Bæjar 1 ehf, kt. 490215-1150 eiganda lóðarinnar Bæjaraxlar, L224944, um leyfi til að breyta byggingarreitnum á eftirfarandi hátt: reiturinn færist allur 5 m til norðurs og auk þess færist austurhliðin 10 m til austurs og stækkar byggingarreiturinn sem nemur þeirri færslu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir færslu og stækkun byggingarreitsins með fyrirvara um jákvæða umsögn minjavarðar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Lagt fram til kynningar:
1. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 49. og 50.


Fundi slitið kl. 17:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?