316. fundur

316. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir, Birkir Snær Gunnlaugsson og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1912003. Svalbarð landskipti.
2. Erindi nr. 1910034. Blái herinn: lokun ruslatunna.
3. Erindi nr. 1912002. Ráðhús, opnanleg fög, tilkynnt framkvæmd.
Tekið á dagskrá:
4. Erindi nr. 1912013. Víðihlíð, stofnun lóðar fyrir eldsneytisstöð.
5. Erindi nr. 1912012. Kjörseyri, uppsetning vindmælibúnaðar.

Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1912003. Hanný Norland Heiler, kt. 230562-7929 og Ástmundur A. Norland kt. 070766-4859 sækja, fyrir hönd S-virkis ehf, kt. 531008-1110, eiganda jarðarinnar Svalbarðs á Vatnsnesi, um leyfi til að skipta 3880 m2 lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi uppdrætti, dags. 6.11.2019, gerðum af Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi. Lóðin fær staðfangið (heitið) Svalbarð íbúðarhús og landnúmerið L229317. Jörðin heitir áfram Svalbarð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

2. Erindi nr. 1910034. Á fundi Byggðarráðs þann 14.10.2019 var bréf frá Bláa hernum, Plokk á Íslandi og Íslenska sjávarklasanum vísað til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar. Þeir vilja hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til að loka betur ruslatunnum svo rusl úr þeim berist ekki á götur og á haf út ef lokin opnast í vondum veðrum. Í bréfinu er skorað á sveitarfélög að taka þessi mál föstum tökum og bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum s.s. teygjufestingar.
Lagt er fram minnisblað Ínu Bjarkar Ársælsdóttur umhverfisstjóra þar sem fram kemur að nú þegar sé hægt að nálgast teygjufestingar gegn vægu gjaldi í Hirðu, Höfðabraut 34 á opnunartíma. Auglýsing þess efnis kemur út á næstu dögum.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að brugðist hafi verið vel við áskorun Bláa hersins, Plokks á Íslandi og Íslenska sjávarklasans.

3. Erindi nr. 1912002. Björn Bjarnason, kt. 130461-2209, leggur inn teikningu af austurhlið Hvammstangabrautar 5 vegna breytinga á gluggum. Opnanleg fög verða sett á nokkrum stöðum í stað loftunarrista ofan glugga í skrifstofum. Meðfylgjandi er teikning eftir Bjarna Þór Einarsson, kt. 310348-2449. Málið er lagt inn sem tilkynnt framkvæmd.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við útlitsbreytinguna.

4. Erindi nr. 1912013. Júlíus Guðni Antonsson, kt. 030463-7499, f.h. Félagsheimilisins Víðihlíðar, kt. 690269-3849, þinglýsts eiganda lóðarinnar Víðihlíðar, L144645, sækir með umsókn dags. 5. desember 2019 um heimild til að skipta 395 m2 lóð úr lóð félagsheimilisins, skv. meðfylgjandi uppdrætti, dagsettum 5. desember 2019, gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni verkfræðingi. Lóðin fær staðfangið (heitið) Víðhlíð eldsneytisstöð og landnúmerið L229404.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

5. Erindi nr. 1912012. Verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Norconsult ehf, kt. 430709-0380, sækir fh. vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland ehf, kt. 601218-1510, um leyfi til uppsetningar vindmælibúnaðar á Kjörseyri, til eins árs frá uppsetningu búnaðar með mögulegri framlengingu. Reist verður allt að 80m hátt, stagað vindmælingamastur. Stögin verða staðsett í a.m.k. fimm hæðum í mastrinu og ganga u.þ.b. 60 m út frá mastrinu. Leitast verður við að lágmarka jarðrask og einnig verður haft samráð við flugmálayfirvöld. Tengiliður umsækjanda er Bjarni Páll Hauksson, kt. 060285-2769. Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda Kjörseyrar varðandi uppsetningu og starfrækslu vindmælibúnaðarins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Lagt fram til kynningar:
Tillögur að breytingu á Auglýsingu um umferð í þéttbýli í Húnaþingi vestra.
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 45.

Næsti fundur verður 7. janúar í stað 2. janúar.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?