315. fundur

315. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir,  Guðjón Þórarinn Loftsson og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson,byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.        Erindi nr. 1808007. Múlalundur, L228874, afmörkun lóðar.
  2.       Erindi nr. 1902020. Hrísar IIB lóðarblað.
  3.      Erindi nr. 1911003. Ytri-Melrakkadalur, stofnun lóðar.
  4.      Erindi nr. 1911008. Lóðarblöð: Hlíðarvegur 6, 6A og Kirkjuvegur 1.
  5.      Erindi nr. 1911007. Lóðarblöð: Garðavegur 7 (Ásgarður) og Kirkjuvegur 2 (Hvammstangakirkja).

 

Afgreiðslur:

  1.         Erindi nr. 1808007. Hermína Gunnarsdóttir, kt. 211061-2789 og Stefanía Gunnarsdóttir kt. 080960-3959 sækja með erindi mótteknu 2. ágúst 2018 um afmörkun lóðarinnar Múlalunds við Miðfjarðarvatn. Málið var áður á dagskrá 314. fundar Skipulags- og umhverfisráðs. Erindið var samþykkt með lítils háttar ábendingu vegna afmörkunar lóðar við vatn. Nýr uppdráttur fylgir vatnsbakka betur. Landnúmer lóðarinnar er 228874 og stærð hennar 1,74 ha.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýjan uppdrátt.

 2.         Erindi nr. 1902020. Jón H. Magnússon, Sveinbjörn Magnússon og Kristín Magnúsdóttir, eigendur landsins Hrísa IIB, L193293, sóttu með erindi mótteknu 15. febrúar sl., um heimild til að stofna tvær lóðir úr landinu, samkvæmt hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni. Málinu var hafnað af Þjóðskrá. Innkominn nýr uppdráttur sem sýnir eingöngu lóðarmörk Hrísa IIB, L193293, flatarmál 43.572 m2 og innan hennar er lóðin Hrísar IIB lóð, L194077, flatarmál 289 m2

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lóðablaðið.

 3.         Erindi nr. 1911003. Sigríður Bjarnadóttir, kt.230966-5599, umráðandi þinglýsts eiganda Ytri-Melrakkadals í Víðidal, L144616, sækir með erindi mótteknu 6. nóvember, um heimild til að skipta 2,78 ha lóð úr landi jarðarinnar, skv. uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur, dagsettum 28.10.2019. Lóðin fær staðfangið (heitið) Tófuflöt og landnúmerið L229296. Lóðin verður ekki tekin úr landbúnaðarnotkun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

 4.         Erindi nr. 1911008. Byggingarfulltrúi leggur fram lóðarblöð fyrir: Hlíðarveg 6, lóð íþróttamiðstöðvar, Hlíðarveg 6A, lóð spennistöðvar RARIK og Kirkjuveg 1, lóð grunnskólans. Lóðarblöðin eru gerð af Landmótun í samræmi við skipulag Skólareits.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlögð lóðarblöð.


 

 5.         Erindi nr. 1911007. Byggingarfulltrúi leggur fram lóðarblöð fyrir: Garðaveg 7, lóð leikskólans,  og Kirkjuveg 2, lóð kirkjunnar. Lóðarblöðin eru gerð af Landmótun í samræmi við skipulag Skólareits.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlögð lóðarblöð.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                   Fundi slitið kl. 18:10

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?