314. fundur

314. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 3. október 2019 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir,  Guðjón Þórarinn Loftsson og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson Byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.        Erindi nr. 1909059. Hlaðhamar, niðurrif húsa
  2.        Erindi nr. 1909038. Deiliskipulag Kirkjuhvamms, svæðisafmörkun hestaíþróttasvæðis
  3.        Erindi nr. 1908035. Gangbrautir á Kirkjuvegi og Hlíðarvegi
  4.       Erindi nr. 1910007. Flatnefsstaðir, framkvæmdaleyfi

 

Afgreiðslur:

  1.         Erindi nr. 1909059. Sigurður Kjartansson, kt. 080673-5319, sækir fyrir hönd Axlar ehf, kt. 420505-1160, með erindi mótteknu 1. september, um leyfi til að rífa fjárhús og hlöðu, mhl. 05 að Hlaðhamri 1, L142194.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

 2.         Erindi nr. 1909038. Pálmi Geir Ríkharðsson leggur fram fyrir hönd Hestamannafélagsins Þyts, kt. 550180-0499, ósk um stækkun á svæðismörkum hestaíþróttasvæðis í Kirkjuhvammi til að rúma 250 metra hringvöll auk stækkunar við hann í 300 metra löglegan gæðingavöll. Þar að auki að bæta upphitunaraðstöðu- og æfingasvæði. Breytingin felur í sér stækkun hestaíþróttasvæðis um 0,5 ha. samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi, sem felur í sér breytingu á svæðismörkum á uppdrætti. Í greinagerð í kafla 4.2.1 verður ÍÞ-2, 4,2 ha og ÍÞ-3, 5,0 ha. Skipulags og umhverfisráð samþykkir einnig að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms frá 2007. Breytingin felur í sér stækkun hestaíþróttasvæðisins um 0,6 ha sem kemur þá til minnkunar stækkunarmöguleika knattspyrnu-og frjálsíþróttasvæðis. Einnig verður leiðréttur texti í kafla 2.3 í greinagerð og verður heildarstærð hestaíþróttasvæðis C, 4,2 ha. ÍÞ-3 verður þá 5 ha. Tillagan skal kynnt Ungmennafélaginu Kormáki og USVH skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

 3.         Erindi nr. 1908035. Ína Björk Ársælsdóttir leggur fyrir hönd Húnaþings vestra fram tillögu að merktum gangbrautum yfir Kirkjuveg og Hlíðarveg. Bent hefur verið á að bílaumferð sé oft mikil á morgnana þegar skólabörn eru á leið í skólann. Meðfylgjandi er tillaga að staðsetningu gangbrauta.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagðar hugmyndir um staðsetningu gangbrauta.


 

 4.         Erindi nr. 1910007. Ástmundur Agnar Norland kt. 070766-4859 og Hanný Norland kt. 230562-7929, leggja fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Flatnefsstaða til styrkingar á vegi að bílastæði eins og hann er sýndur á deiliskipulagi Flatnefsstaða. Efnið í veginn verður tekið úr námu í landi Flatnefsstaða. Náman hefur áður verið nýtt af landeiganda. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu námunnar, flutningsleið efnis og aðkomuveginn.  

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Áætlað er að taka 900 m3 úr námunni sem er innan þeirra marka að vera minni háttar og til eigin nota.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                   Fundi slitið kl. 17:50

Var efnið á síðunni hjálplegt?