312. fundur

312. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 1. ágúst 2019 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðmundur Ísfeld og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1907023. Garðavegur 3, rif húsa.
2. Erindi nr. 1907041. Kollsá 4, breyting á lóð.
3. Erindi nr. 1907040. Litla-Hlíð, rif húsa.
4. Erindi nr. 1907033. Minningarskilti á Bangsatúni.
Tekið á dagskrá:
5. Erindi nr. 1605010. Böðvarshólar lóð sameinuð jörð.


Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1907023. Guðný Hrund Karlsdóttir, kt. 220571-3869, fyrir hönd Húnaþings vestra, sækir með erindi dagsettu 15. júlí sl. um niðurrif eftirtalinna húsa á lóðinni Garðvegi 3, L144223: íbúðarhús, matshluti 01 og geymsla, matshluti 02. Húnaþing vestra kt. 540598-2829 er eigandi húsanna.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir niðurrif húsanna fyrir sitt leyti.

2. Erindi nr. 1907041. Lagður er fram breyttur uppdráttur af lóðinni Kollsá 4, landeignarnúmer 222928. Afmörkun lóðarinnar er breytt lítillega til að liðka til fyrir afmörkun aðliggjandi lóða að beiðni byggingarfulltrúa. Lóðin var 1004 m2 en verður eftir breytinguna 1000 m2.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýjan lóðaruppdrátt og felur byggingarfulltrúa að ganga frá breyttri skráningu lóðarinnar.

3. Erindi nr. 1907040. Eiríkur Gunnlaugsson, kt. 121066-5219, sækir með tölvupósti mótteknum 15. júlí sl. um staðfestingu á að eftirtalin hús í Litlu-Hlíð, L144623, hafi verið rifin: Geymsla mhl 03, Fjárhús mhl 05, Hlaða mhl 06 og Hlaða mhl 07.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

4. Erindi nr. 1907033. Guðmundur Haukur Sigurðsson, kt. 041151-7069, sækir fyrir hönd svokallaðrar Kótilettunefndar um leyfi til að setja upp minningarskilti á svokölluðu Bangsatúni rétt sunnan við göngubrúna yfir Syðri-Hvammsá á totu þríhyrnu milli tveggja göngustíga sem þar mætast. Meðfylgjandi er ljósmynd af staðnum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir hugmyndir um uppsetningu og staðsetningu minningarskiltis um Bangsa og leyfir sér að lýsa yfir ánægju sinni með framtak Kótilettunefndarinnar.
Tekið á dagsskrá:

5. Erindi nr. 1605010. Ingveldur Ása Konráðsdóttir, kt. 220385-2809 og Jón Benedikts Sigurðsson, kt. 210188-2749, sækja með erindi dags. 23.07.2019, um leyfi til að sameina íbúðarhúsalóðina Böðvarshóla 2, L224287, jörðinni Böðvarshólum, L144527. Lóðin er 5068 m2.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að lóðin verði sameinuð jörðinni.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?