311. fundur

311. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. júlí 2019 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson.

Umsjónarmaður skipulagsmála: Ína Björk Ársælsdóttir

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1905058. Kolugil, stofnun lóðar.
2. Erindi nr. 1906022. Bjarg sunnan Urriðaár, efnisnám, framkvæmdaleyfi.
3. Erindi nr. 1906024. Hörgshóll, efnisnám, framkvæmdaleyfi.
4. Erindi nr. 1703013. Bakkatún 8, stækkun lóðar.
5. Erindi nr. 1903002. Bakkatún 10, færsla lóðar.
Tekið á dagskrá:
6. Erindi nr. 1906038. Sigríðarstaðir, skógrækt.
7. Erindi nr. 1907004. Eyri, afmörkun lóðar.
8. Erindi nr. 1907005. Ásbjarnarstaðir, landskipti og byggingarreitur.
9. Erindi nr. 1903006. Skólareitur, skipulag.


Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1905058. Eigendur jarðarinnar Kolugils í Víðidal, L144619, sækja með bréfi dags. 30. apríl 2019. um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv meðfylgjandi uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda, dags. 20. júní 2019. Lóðin fær staðfangið (heitið) Kolugil A. og landnúmerið L228806. Landspildan óskast tekin úr landbúnaðarnotkun.
Skipulags- og umhverfisráð staðfestir landskiptin fyrir sitt leyti.

2. Erindi nr. 1906022. Heimir Gunnarsson f.h. Vegagerðarinnar kt. 680269-2899, sækir með bréfi dags. 6. júní 2019 um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, vegna efnistöku úr námu E-22 Bjarg, sunnan Urriðaár í Miðfirði. Náman er að hluta til opin og þar hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að vinna 5000 m3 af malarslitlagsefni, 0-16 mm. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur. Gengið verður fá námunni eftir vinnslu í samráði við landeigendur. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sem gildi frá 1. apríl 2020 til 31. mars 2021.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti.

3. Erindi nr. 1906024. Heimir Gunnarsson f.h. Vegagerðarinnar kt. 680269-2899, sækir með bréfi dags. 6. júní 2019 um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, vegna efnistöku úr námu E-38 Hörgshóll við Vatnsnesveg. Efnið er ætlað til lagfæringa á héraðs- og tengivegum á svæðinu. Náman er að hluta til opin og þar hefur efni verið unnið áður. Áætlað er að vinna um 5000m3 af malarslitlagsefni 0-16 mm efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur. Gengið verður frá námunni eftir vinnslu í samráði við landeigendur. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sem gildi frá 1. apríl 2020 til 31. mars 2021.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti.

4. Erindi nr. 1703013. Byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á lóðinni Bakkatún 8, L211559. Breytingin felst í því að breikka lóðina um 2 m. Eftir breytinguna verður lóðin 25 x 30 m, 750 m2. Rökin fyrir þessu eru að afstaða húsanna Bakkatúns 8 og 10 verður betri án þess að gengið sé á hagsmuni annarra. Eigandi Bakkatúns 8 hefur fallist á breytinguna. Fyrir fundinum liggur nýtt lóðarblað fyrir Bakkatún 8.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stækkun lóðarinnar og framlagt lóðarblað.

5. Erindi nr. 1903002. Byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á lóðinni Bakkatún 10, L211559. Breytingin felst í því að færa lóðina um 2 m til suðurs. Engin breytingin verður á stærð lóðarinnar 23 x 30 m, 690 m2. Rökin fyrir þessu eru að afstaða húsanna Bakkatúns 8 og 10 verður betri án þess að gengið sé á hagsmuni annarra. Eigandi Bakkatúns 10 hefur fallist á breytinguna. Fyrir fundinum liggur nýtt lóðarblað fyrir Bakkatún 10.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stækkun lóðarinnar og framlagt lóðarblað.

6. Erindi nr. 1906038. Sigfús Ingimundarson, kt. 030765-3389, sækir fyrir hönd eiganda Sigríðarstaða, Valgerðar Valsdóttur, um heimild til að hefja skógrækt á jörðinni. Fyrirhuguð skógrækt er áætluð 177 ha og staðsetning og afmörkun sýnd á meðfylgjandi myndum. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar hvort framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 sé krafist.

Erindið með hjálögðum skógræktarsamningi á Sigríðarstöðum (lnr. 144567) fellur að ákvæðum gildandi aðalskipulags kafla 3.2.1 um landbúnaðarsvæði og kafla 3.3.7 um skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið samkvæmt samningnum er á fyrrum foksöndum og melum (177 ha alls á jörðinni) er minna en 200 ha og er því ekki tilkynningarskylt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu sbr. lög 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.

Framkvæmdin fellur að meginstefnu gildandi aðalskipulags og hefur jákvæð áhrif á umhverfið og breytir ásýnd þess á jákvæðan hátt.
Skógræktaráætlunin fellur undir skilgreiningu 1.07, flokk C í 1. viðauka laga 106/2000.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni í samræmi við framlögð gögn og 3. mgr. 4.gr reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi

7. Erindi nr. 1907004. Ársæll Daníelsson, kt. 010853-3540, leggur fram, fyrir hönd eigenda, umsókn um afmörkun lóðarinnar Eyrar, landnúmer 144421. Lóðin er 2166 m2 skv. fasteignaskrá. Á lóðinni er matshluti 02 sem er íbúðarhús, byggingarár 1967. Á sömu lóð eru eldri hús frá 1940, mhl. 03, 04 og 05. Á lóðinni er einnig svínahús frá 1963, mhl.01. Stærð lóðarinnar er ekki í samræmi við staðsetningu mannvirkja sem á henni eru skráð. Gerð hefur verið tillaga að stækkaðri lóð þannig að öll framangreind hús lendi innan lóðarmarka. Stærð þeirrar lóðar er 9620 m2
Ína Björk vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með vísan í Aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026 (sjá reit ÍB-6 Eyri).

 


8. Erindi nr. 1907005. Skúli H. Hilmarsson, kt. 190675-4079, sækir fyrir hönd Lofts S. Guðjónssonar, kt. 260550-4709, um stofnun lóðar úr jörð hans Ásbjarnarstöðum, L144455, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Lóðin fær heitið Ásbjarnarstaðir 1A, L228871. Stærð lóðarinnar er 1002 m2. Fyrirhugað er að byggja íbúðarhús á lóðinni. Lóðin verður áfram í landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Ásbjarnarstöðum, L14445.
Guðjón Þ. Loftsson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin og stofnun lóðarinnar.

9. Erindi nr. 1903006. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi skólasvæðisins á Hvammstanga, skipulagsuppdráttur með greinargerð dags. 4. júlí 2019. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðamörkum, afmörkun byggingarreita og umferðarflæði. Samhliða skipulaginu var unnin byggðakönnun ásamt fornleyfaskýrslu á svæðinu sem einnig var lögð fram. Íbúafundur um fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskóla var haldinn á Hvammstanga 10. apríl 2019.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10. Erindi nr. 1903006. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar, skipulagsuppdráttur með greinargerð dags. 4. júlí 2019. Um er að ræða breytingu á syðri skipulagsmörkum í samræmi við nýtt deiliskipulag skólasvæðisins á Hvammstanga.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11. Erindi nr. 1905013. Steinar Halldórsson kt. 100943-2209 sótti með erindi mótteknu 7. maí 2019, um staðfestingu landamerkja jarðarinnar Egilsstaða, L144529. Inn kominn nýr uppdráttur móttekinn 3. júlí 2019, eftir Skúla H. Hilmarsson, kt. 190675-4679. Flatarmál jarðarinnar er 1372 ha. Landamerki eru dregin samkvæmt landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðina Egilsstaði dags. 19. maí 1885.
Skipulags- og umhverfisráð staðfestir nýjan upprátt.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:59

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?