310. fundur

310. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingafulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1905012. Engjabrekka, afmörkun jarðar.
2. Erindi nr. 1905013. Egilsstaðir, afmörkun jarðar.
3. Erindi nr. 1705034. Ásgeirsbrekka, breyting á staðfangi.
4. Erindi nr. 1906014. Melavegur 10, lækkun kantsteins.
5. Erindi nr. 1906013. Svalbarð, rif húsa.

Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1905012. Skúli H. Hilmarsson, kt. 190675-4679, leggur fyrir hönd Húnaþings vestra , kt. 540598-2829, inn umsókn um staðfestingu landamerkja jarðarinnar Engjabrekku, L144530, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti af jörðinni mótteknum 11. apríl 2019. Flatarmál jarðarinnar er1399 ha. Landamerki eru dregin samkvæmt afsali Engjabrekku Nr. 4852, dags. 13. maí 1926.
Skipulags- og umhverfisráð staðfestir landamerkin fyrir sitt leyti.

2. Erindi nr. 1905013. Steinar Halldórsson kt. 100943-2209 sækir með erindi mótteknu 7. maí 2019, um staðfestingu landamerkja jarðarinnar Egilsstaða, L144529, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti af jörðinni eftir Skúla H. Hilmarsson, kt. 190675-4679, mótteknum 11. apríl 2019. Flatarmál jarðarinnar er 1372 ha. Landamerki eru dregin samkvæmt landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðina Egilsstaði dags. 19. maí 1885.
Skipulags- og umhverfisráð staðfestir landamerkin fyrir sitt leyti.

3. Erindi nr. 1705034. Elías Guðmundsson, kt. 150649-3159 og Sigríður Magnúsdóttir, kt. 190753-7519, sækja um að breyta nafni (staðfangi) landeignarinnar Stóra-Ásgeirsá land landnúmer 217996, í Ásgeirsbrekka.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir staðfangið Ásgeirsbrekka og felur byggingarfulltrúa að ganga frá breytingunni í fasteignaskrá.

4. Erindi nr. 1906014. Þorgeir Jóhannesson, sækir um að kantsteinn verði lækkaður fyrir framan hús sitt að Melavegi 10 eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á kantsteini enda verði þess gætt að aðkoma gangandi verði aflíðandi að lækkuninni.


5. Erindi nr. 1906013. Hanný Norland Heiler kt. 230562-7929 og Ástmundur Agnar Norland kt. 070766-4859 sækja f.h. S-Virkis ehf. kt. 531008-1110 eiganda Svalbarðs L144512 með erindi mótt. 06.06.2019 um að eftirtalin hús að Svalbarði verði felld út úr fasteignaskrá: mhl. 07 fjós og fjárhús, mhl. 08 fjárhús með áburðarkjallara, mhl. 10 geymsla, mhl. 13 hesthús og mhl. 14 mjólkurhús. Húsin voru rifin af fyrri eiganda án heimildar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að ganga frá afskráningu húsanna.

Lagt fram til kynningar:
1. Fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 38 og 39.
2. Drög að erindisbréfi fyrir Skipulags- og umhverfisráð.
3. Umsókn um byggingarleyfi fyrir gerð bílastæða, trappa og göngustíga ásamt lagfæringu á hleðslum við Borgarvirki.
4. Drög að breytingum á deiliskipulagi austan Norðurbrautar.
5. Skólasvæðið á Hvammstanga, drög í vinnslu.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:01

Var efnið á síðunni hjálplegt?