309. fundur

309. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1905002. Staðarbakki 1 – Stofnun lóðar, - Staðarbakki 1A
2. Erindi nr. 1905003. Staðarbakki 1 – Stofnun lóðar, - Straumhvarf
3. Erindi nr. 1905004. Staðarbakki 1 – Stofnun lóðar, - Stafhóll
4. Erindi nr. 1904054. Garðavegur 19 - Útlitsbreyting.
5. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - kynning


Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1905002. Rafn Benediktsson kt. 250552-3949, þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarbakka 1 í Miðfirði, L144154, sækir með erindi dags. 02.05.2019 um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi uppdrætti, gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur, dagsettum 17. apríl 2019. Lóðin sem er 8130m2 fær staðfangið (heitið) Staðarbakki 1A og landnúmerið L228633. Á lóðinni er íbúðarhús. Landspildan verður áfram í landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Staðarbakka 1.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að ganga frá skráningu hennar.

2. Erindi nr. 1905003. Rafn Benediktsson kt. 250552-3949, þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarbakka 1 í Miðfirði, L144154, sækir með erindi dags. 02.05.2019 um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi uppdrætti, gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur, dagsettum 17. apríl 2019. Lóðin sem er 4,92ha fær staðfangið (heitið) Straumhvarf og landnúmerið L228634. Landspildan verður áfram í landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Staðarbakka 1.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að ganga frá skráningu hennar.

3. Erindi nr. 1905004 Rafn Benediktsson kt. 250552-3949, þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarbakka 1 í Miðfirði, L144154, sækir með erindi dags. 02.05.2019 um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi uppdrætti, gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur, dagsettum 17. apríl 2019. Lóðin sem er 2,40ha fær staðfangið (heitið) Stafhóll og landnúmerið L228635. Landspildan verður áfram í landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Staðarbakka 1.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að ganga frá skráningu hennar.

4. Erindi nr. 1904054. Bjarni Þór Einarsson sækir fyrir hönd eigenda Garðavegar 19, um tilkynnta framkvæmd, undanþegna byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5. í Byggingarreglugerð nr. 112/2012. Framkvæmdin felur í sér að setja nýtt hefðbundið bárujárnsklætt timburþak á bílskúr, ásamt því að endurnýja glugga með breyttu útliti á íbúðarhúsi skv. meðfylgjandi teikningum nr. 190401,HG19001 og HG19021 gerðum af Ráðbarði sf.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útlitsbreytingar og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 32 dags. 25.01, nr. 33 dags. 14.02, nr. 34 dags. 11.03, nr. 35 dags. 20.03, nr. 36 dags. 23.04 og nr. 37 dags. 30.04 lagðar fram til kynningar.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:40

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?