307. fundur

307. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðmundur Ísfeld, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Kjartansson og Sigurður Björn Gunnlaugsson.

 

 

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Guðjón Þórarinn Loftsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1902013. Borðeyrarbær, stofnun lóðar fyrir vatnstank.
2. Erindi nr. 1902014. Borðeyrarbær, stofnun lóðar um vatnstökusvæði.
3. Erindi nr. 1903006. Skólasvæði – deiliskiplagslýsing.
4. Erindi nr. 1903007. Minniháttar breyting á aðalskipulagi.
5. Erindi nr. 1612012. Húksheiði, þjóðlenda. Nýr uppdráttur.
6. Erindi nr. 1902020. Hrísar IIB, landskipti.
Tekið á dagskrá:
7. Erindi nr. 1801002. Melaafréttur, Ljósleiðari á Holtavörðuheiði.
8. Erindi nr. 1903008. Ný gangbraut á Hvammstangabraut.

Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1902013. Jóhann Ragnarsson, kt. 180770-3729, og Jóna Guðrún Ármannsdóttir, kt. 251273-3759, sækja með bréfi dags. 11.2.2019, um heimild til að stofna lóð úr landi Borðeyrarbæjar lnr. 142178, samkvæmt hnitsettum uppdrætti, dags. 31. október 2018 gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni. Lóðin sem er 920 m2, fær landnúmerið L228099 og staðfangið Borðeyrarbær 2A vatnstankur. Lóðin óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Borðeyrarbæ L142178.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

2. Erindi nr. 1902014. Jóhann Ragnarsson, kt. 180770-3729, og Jóna Guðrún Ármannsdóttir, kt. 251273-3759, sækja með bréfi dags. 11.2.2019, um heimild til að stofna lóð úr landi Borðeyrarbæjar lnr. 142178, samkvæmt hnitsettum uppdrætti, dags. 31. október 2018 gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni. Lóðin sem er 2.514 m2, fær landnúmerið L228100 og staðfangið Borðeyrarbær 2B vatnstökusvæði. Landspildan óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Borðeyrarbæ L142178.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

3. Erindi nr. 1903006. Lögð var fram sameiginleg skipulagslýsing um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar annars vegar og fyrirhugað nýtt deiliskipulag skólasvæðis Hvammstanga hins vegar. Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir viðfangsefni hennar og forsendum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaaðilum og senda hana umsagnaraðilum skv. 40. gr. skipulagaslaga nr. 123/2010.

4. Erindi nr. 1903007. Lögð var fram tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Um er að ræða skipulagsreit fyrir eitt hús, Garðaveg 3, sem verður felldur út og sameinaður nærliggjandi landnotkunarreitum OP-2 og S-5. Er það talið nauðsynlegt til að greiða fyrir fyrirhugaðri notkun svæðisins og sem forsenda fyrir nýju deiliskipulagi skólasvæðis Hvammstanga.
Breytingin er talin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða mikil áhrif á nærliggjandi byggð og umhverfi. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna.

5. Erindi nr. 1612012. Regína Sigurðardóttir leggur, fyrir hönd íslenska ríkisins, kt. 540269-6459, í
umboði forsætisráðherra, inn leiðréttan uppdrátt af þjóðlendunni Húksheiði, L144081. Breytingin
felst í leiðréttingu á skráðri stærð. Leiðréttingin er minniháttar og málið tekið fyrir til að tryggja rekjanleika. Áður á dagskrá 306. fundar ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppdráttinn.

6. Erindi nr. 1902020. Jón H. Magnússon, Sveinbjörn Magnússon og Kristín Magnúsdóttir, eigendur landsins Hrísa IIB, L193293, sækja með erindi mótteknu 15. febrúar sl., um heimild til að stofna tvær lóðir úr landinu, samkvæmt hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni. Önnur lóðin sem er 11.696 m2, fær landnúmerið L228178 og staðfangið Hrísar IIB 2. Hin lóðin sem er jafn stór, fær landnúmerið L228179 og staðfangið Hrísar IIB 3.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

7. Erindi nr. 1801002. Neyðarlínan ohf. kt. 511095-2559 sækir, með erindi mótteknu 06.03.2019, um leyfi til að leggja rafstreng og ljósleiðara suður frá fjarskiptaaðstöðu sinni á Bláhæð. Lagnaleið er til suðurs, austan grjótnámu. Lagnirnar fara yfir í Borgarbyggð sunnan Bláhæðar. Meðfylgjandi er loftmynd með innteiknaðri legu lagnanna og sveitarfélagamörkum. Framkvæmdin er hluti af viðleitni til að bæta farsímasamband á vegkaflanum frá Fornahvammi að Heiðarsporði. Meðfylgjandi er samþykki landeiganda.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdina samkvæmt framlögðum gögnum.

8. Erindi nr. 1903008. Fyrir fundinum liggja drög að útfærslu gangbrautar á Hvammstangabraut, rétt norðan brúar á Syðri-Hvammsá. Gangbrautin tengir saman göngustíga sem liggja að götunni beggja vegna. Þessi gangbraut á að koma í stað núverandi gangbrautar við gatnamótin þar fyrir norðan. Fyrrnefnd drög eru gerð af Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlögð drög að nýrri gangbraut, með fyrirvara um að laga þarf göngustíg fyrir neðan Hvammstangabraut vegna of mikils bratta á stígnum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:08

Var efnið á síðunni hjálplegt?