300. fundur

300. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. ágúst 2018 kl. 00:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld og Hallfríður Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Arnarsson

 

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Afgreiðslur:

1.   Erindi nr. 1806029. Eiríkur Hans Sigurðsson, kt. 040542-3619, sækir með tölvupósti 13.07.2018, fyrir hönd Litlu-Borgar ehf, kt. 581186-1189, um stofnun 3 lóða samkvæmt Deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Litlu Borgar frá 1990. Um er að ræða: Breiðuvík 10 lnr. 227236, Breiðuvík 12 lnr. 227237 og Breiðuvík 14 lnr. 227238. Allar lóðirnar eru u.þ.b. 1 ha.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðanna.

2.    Erindi nr. 1802066. Móttekið bréf frá Guðný Rósu Þorvarðardóttir f.h. N1 hf. dags. 02.07.2018 þar sem umsókn um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á plani á lóð félagsheimilisins Víðihlíðar er endurnýjuð með breytingum á staðsetningu skiltis.  Í því felst að setja upp;  tvöfaldan geymi (gám), sambyggða olíu- og sandskilju, Ad-Blue geymi í jörð, afgreiðsluplan og afgreiðslutæki ásamt lögnum sem tilheyra framkvæmdinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum undirrituðum af Svavari M. Sigurjónssyni byggingatæknifræðingi. Jafnframt er óskað eftir því að fá að reisa upplýsingarskilti, syðst á umræddri lóð, 17 m frá miðlínu þjóðvegar. Skiltið er 7 metra hátt og 2,3 m á breidd. Innkomnar breyttar teikningar. Málið var áður á dagskrá 296. fundar ráðsins 3. maí 2018.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu þar sem breyting á aðalskipulagi hefur ekki tekið gildi. Æskilegt er að áður en málið verður lagt fyrir aftur verði skilað inn hnitsettu lóðarblaði fyrir Víðihlíð og að uppkast að nýjum lóðarleigusamningi liggi fyrir. Einnig að aflað verði umsagnar Vegagerðarinnar vegna staðsetningar skiltis.

3.    Erindi nr. 1710006. Erindi þar sem Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson sækja um leyfi til að breyta afmörkun lóðanna Sólbakka 2 og Sólbakka 3. Fyrir liggja lóðaruppdrættir dagsettir 29.9.2017. Sólbakki 2, lnr. 225982, flatarmál 8306 m2 (áður 8420 m2) og Sólbakki 3, lnr. 225983, flatarmál 9672 m2. Lóðunum er snúið um 90°. Einnig er sótt um að breyta nöfnum lóðanna þannig að lóð: lnr. 225983, flatarmál 9672 m2 verði Sólbakki 2, og, lnr. 225982, flatarmál 8306 m2 verði Sólbakki 3.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á legu lóðanna.

4.    Erindi nr. 1807041. Guðný Rósa Þorvarðardóttir f.h. N1 hf. sækir með erindi dags. 02.07.2018 um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti að Strandgötu 1. Í því felst að setja eldsneytistank fyrir dísilolíu, afgreiðslutæki, áfyllingarplan og sand- og olíuskilju. Afgreiðsla verður með kortasjálfsala. Tankur verður staðsettur innan girðingar en afgreiðslan utan. Við áfyllingu, dælu- og afgreiðslutæki verða settar árekstrarvarnir. Tankur er ofanjarðar og er tvöfaldur með lekavörn. Hann er 10 m3 með tveimur hólfum (5+5m3), lituð og ólituð dísilolía. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svavar M Sigurjónsson. Framkvæmdin er í fullu samkomulagi við Kaupfélag Vestur-Húnvetnsinga og hefur kaupfélagsstjóri kynnt sér byggingaráformin.

Skiplags- og umhverfisráð samþykktir byggingu afgreiðslustöðvarinnar með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:42

Var efnið á síðunni hjálplegt?