296. Fundur

296. Fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 3. maí 2018 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Unnsteinn Ó. Andrésson, Ragnar Smári Helgason og Árborg Ragnarsdóttir.

Starfsmenn

Byggingafulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

1.      Erindi nr. 1510031. Hafnarskipulag, athugasemdir.

2.      Erindi nr. 1609096. Hvoll land 34, innkomnir aðaluppdrættir.

3.      Erindi nr. 1708002. Hafnarbraut 5, stöðuleyfi fyrir sviðagám.

4.      Erindi nr. 1804015. Bakkatún 9, innkomnir aðaluppdrættir.

5.      Erindi nr. 1802066. Víðihlíð olíuafgreiðsla N1.

6.      Erindi nr. 1709083. Lindarvegur 10, innkomnir aðaluppdrættir.

 

Afgreiðslur:

1.      Erindi nr. 1510031. Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulags Hvammstangahafnar, skipulagsuppdráttur og greinargerð dags. 12. apríl 2018. Framlagt er einnig samantektarskjal skipulagsfulltrúa, dagsett í maí 2018 um innsendar athugasemdir og umsagnir sem bárust við auglýsta tillögu ásamt viðbrögðum við þeim.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og að skipulagsgögn verði leiðrétt til samræmis við þau svör sem fram koma í samantektinni. Málið verði tekið fyrir að nýju eftir lagfæringar.   

2.      Erindi nr. 1609096. Hvoll land 34 lnr. 193282 sumarbústaður í eigu Ásgeirs Blöndal, kt. 120658-4179 og Bryndísar Bragadóttur, kt. 090959-2639. Innkomnar reyndarteikningar, eftir Stefán Árnason, mótteknar 10.4.2018.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

3.      Erindi nr. 1708002. Davíð Gestsson, kt. 171264-4489, sækir fyrir hönd SKVH, með erindi mótteknu 25. apríl sl. um setja niður 2 gáma vestan við Hafnarbraut 5. Um er að ræða gám með aðstöðu til að svíða hausa sem verður tengdur við húsið með færiböndum og við gashylki sunnan við hann. Útsog frá svíðingu verður tengt reyksíum sem verða í öðrum gámi sunnan við sviðagáminn. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir sem sýna afstöðu og ásýnd.  Jákvæð umsögn heilbrigðiseftirlits liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tímabundið stöðuleyfi tveggja gáma til þriggja mánaða eða meðan haustslátrun stendur yfir.

4.      Erindi nr. 1804015. Kristján Ársælsson, kt. 050594-3789 og Fríða Mary Halldórsdóttir, kt. 241294-2349, sækja með erindi mótteknu 6.4.2018 um byggingarleyfi fyrir einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni Bakkatúni 9. Aðaluppdrættir, eftir Stefán Árnason byggingafræðing, mótteknir 3. maí 2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráform umsækjenda.

5.      Erindi nr. 1802066. Pétur Hafsteinsson f.h. N1 hf. sækir með erindi dags. 19.02.2018 um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á plani á lóð félagsheimilisins Víðihlíðar.  Í því felst að setja upp;  tvöfaldan geymi (gám), sambyggða olíu- og sandskilju, Ad-Blue geymi í jörð, afgreiðsluplan og afgreiðslutæki ásamt lögnum sem tilheyra framkvæmdinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum undirrituðum af Svavari M. Sigurjónssyni byggingatæknifræðingi. Jafnframt er óskað eftir því að fá að reisa upplýsingarskilti, sunnan við umrædda lóð, 15 m frá miðlínu þjóðvegar. Skiltið er 7 metra hátt og 2,3 m á breidd. Málið var áður á dagskrá 293. fundar ráðsins 1. mars 2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráform umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn skriflegu samþykki landeiganda vegna uppsetningar skiltis.

6.      Erindi nr. 1709083. Erla Björg Kristinsdóttir, kt. 040678-3799 og Sveinn Ingi Bragason, kt. 201179-4329 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni Lindarvegi 10. Aðaluppdrættir, eftir Stefán Árnason byggingafræðing, mótteknir 3. maí 2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráform umsækjenda.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?