294. Fundur

294. Fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 5. apríl 2018 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þ. Loftsson, Ragnar Smári Helgason og Árborg Ragnarsdóttir.

 

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.  Erindi nr. 1510031. Hafnarsvæði, deiliskipulag.
  2.   Erindi nr. 1803060. Víðihlíð, breyting á aðalskipulagi.
  3.   Erindi nr. 1601024. Borgarvirki, deiliskipulag.
  4.   Erindi nr. 1801002. Melaafréttur Bláhæð, byggingarleyfi.
  5.  Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, breyting í gistiheimili.

 

Tekið á dagskrá:

6.      Erindi nr. 1804013. Stofnun lóðar - Rarik

 

Afgreiðslur:

1.       Erindi nr. 1510031. Ína Björk Ársælsdóttir mætti á fundinn og fór yfir deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis sem var endurauglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010, í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu, Sjónaukanum og á heimasíðu Húnaþings vestra þann 13. febrúar 2018 með athugasemdafresti til og með 27. mars 2018. Gögnin voru til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins sem og í þjónustuanddyri ráðhúss Húnaþings vestra. Alls bárust 13 umsagnir og athugasemdir sem voru kynntar og er skipulagsráðgjafa falið að koma með tillögur að svörum og viðbrögðum vegna þeirra.

S. Árborg Ragnarsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun „Ég vil byrja á því að lýsa ánægju með að hugmyndir um hús á tanganum hafi verið teknar af skipulaginu. Vegna nokkurra annarra atriða vil ég koma eftirfarandi á framfæri.  Helstu markmið skipulagsins eru m.a. að tryggja eðlilegt svigrúm fyrir þróun smábátahafnar. Mér finnst því ekki hafa verið fylgt eftir. Einnig finnst mér að, að svo komnu máli, sé ekki rétt að setja umdeilda lóð íbuðahúsnæðis inn á skipulag svæðisins. Og ég er alfarið á móti staðsetningu á olíuafgreiðslu N1 þar sem aðstæður fyrir stærri farartæki eru ekki fyrir hendi að mínu mati.“   

2.      Erindi nr. 1803060. Umsókn mótt. 26.03.2018 frá húsnefnd Félagsheimilisins Víðihlíðar, kt. 690269-3849, þar sem farið er fram á breytta skráningu lóðar félagsheimilisins, lnr. 144645, úr notkunarflokki samfélagsþjónusta (S) í notkunarflokk verslun og þjónusta (VÞ).

Skipulags- og umhverfisráð telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026 sé að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Hún felur í sér að breyta landnotkun lóðar félagsheimilis Víðihlíðar, úr samfélagsþjónustu (S-11) í verslun- og þjónustu (VÞ-19). Merking S-11 fellur niður, en svæðið VÞ-19 stækkar úr 0,5 ha í 2,5 ha.

Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.      Erindi nr. 1601024. Deiliskipulag fyrir Borgarvirki var endurauglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010, í Lögbirtingarblaðinu, á heimasíðu Húnaþings vestra og í Sjónaukanum þann 13. febrúar 2018 með athugasemdafresti til og með 27. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð vísar deiliskipulaginu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.      Erindi nr. 1801002. Melaafréttur Bláhæð. Neyðarlínan ohf. kt. 511095-2559 sækir með erindi dags. 02.01.2018 um byggingarleyfi fyrir fjarskiptahúsi og mastri við það. Húsið er um 8m2 að stærð og hæð masturs er 22m. samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 100 og 101 dags. 04.01.2018 frá VGS verkfræðistofu. Málið var áður á dagskrá 290. og 293. fundar Skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráform umsækjanda.

5.      Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, breyting í gistiheimili. Innkomin greinagerð frá Guðmundi Gunnarssyni hjá Inspectionem ehf. móttekin 23.03.2018 varðandi brunaeiginleika á Fermacell gifsplötum með vinylveggfóðri. Niðurstaða prófana og með vísan í erlendar rannsóknir er niðurstaðan sú að umræddar plötur séu mögulega í lægri brunaflokki en fyllstu kröfur segja til um. Með tilliti til þess að ýtrustu köfum hefur verið fylgt varðandi flóttaleiðir, brunaviðvörunarkerfi og slökkvibúnað í gistiheimili í notkunarflokki 4, lítur slökkviliðsstjóri svo á að um nægilegar mótvægisaðgerðir sé að ræða vegna mögulega lægri brunaflokkunar veggklæðninganna, og samþykkir notkun þeirra fyrir sitt leyti. Málið var áður á dagskrá 293. fundar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir innlagðar teikningar.

Tekið á dagskrá

6.      Erindi nr. 1804013. Rarik sækir með erindi dags. 05.04.2018 um að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð úr lóðinni Hlíðarvegur 6. Lóðin sem sótt er um er 42 m2 og er staðsett austan við íþróttahús upp við Kirkjuveg, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.    

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðar, en bendir á að æskileg stærð lóðar væri 25m2

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10

Var efnið á síðunni hjálplegt?