292. fundur

292. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 1. febrúar 2018 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Guðjón Þ. Loftsson, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Árborg Ragnarsdóttir og Ragnar Smári Helgason.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson 

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1712010. Vatnsnesvegur við Tjarnará, aðalskipulagsbreyting.
  2. Erindi nr. 1706012. Deiliskipulag Hvammstangahafnar.
  3. Erindi nr. 1501119. Hvammstangabraut 40, breyttar teikningar.
  4. Erindi nr. 1711041. Félagsheimilið Ásbyrgi. Fyrirspurn um nýtingu kjallara.

Tekið á dagskrá:

    5. Erindi nr. 1802001. Hvammstangabraut 11, umsókna um breytingar innanhúss.

    6. Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, innkomin greinargerð.

 

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1712010. Tillaga að breytingu á aðalskipulagivegna breyttar legu á Vatnsnesvegi nr. 711 ásamt nýjum efnistökusvæðum unnin af Landmótun sf. dags. 01.02.2018, tekin til umfjöllunar. Breytingin fjallar um breytta veglínu á um 700 metra kafla við Tjarnará á Vatnsnesi, en í heildina er vegaframkvæmdin 1,8 km og að hluta til í sama vegstæði. Framkvæmdin felur í sér nýtt brúarstæði yfir Tjarnará, ásamt nýjum efnistökusvæðum. Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem um er að ræða efnistökusvæði sem nær yfir stærra svæði en 25.000 m2 og fellur því undir flokk B skv. lið 2.03. Lagðar voru fram umsagnir vegna aðalskipulagslýsingarinnar-matslýsingar sem auglýst var frá 02.01.2018 til 25.01.2018. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti NV, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Tekið var tillit til ábendinga sem komu fram.  

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vísa tillögunni til sveitarstjórnar til samþykktar og að kynna fyrirliggjandi tillögu í þjónustuanddyri Ráðhússins frá 2.2.2018 – 16.02.18 samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  2. Erindi nr. 1706012. Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Tillagan var auglýst frá 02.05.2017 til og með 14.07.2017. Á auglýsingatíma bárust nokkrar athugasemdir við tillöguna og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á áður auglýstri tillögu. Þær breytingar eru þess eðlis að ástæða þykir til að endurauglýsa tillöguna. Tillagan var einnig kynnt á íbúafundi á Hvammstanga þann 15. janúar 2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vísa tillögunni til sveitarstjórnar til samþykktar og endurauglýsa deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga með vísan til 4. og 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 3.Erindi nr. 1501119. Hvammstangabraut 40, umsókn um byggingarleyfi frá Skeljungi hf. Innkomnir nýir aðaluppdrættir eftir Vigfús Halldórsson, mótteknir 12.01.2018. Kallað var eftir leiðréttum uppdráttum í framhaldi af úttekt sem gerð var á síðasta ári.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir aðaluppdrættina.

  4. Erindi nr. 1711041. Fyrirspurn frá húsnefnd Ásbyrgis um viðhald og breytingar í kjallara samkvæmt meðfylgjandi lista. Í kjallaranum er skrá íbúð: „0002  Íbúð í kjallara  86,1 m2  29/06/2000. Lofthæð í kjallaranum er 2,30“. Á listanum eru framkvæmdir sem falla undir viðhald en einnig liðir sem falla undir breytingar eins og til dæmis að fjölga salernum og sameina herbergi.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir varðandi viðhald en bendir á að rými utan þess hluta kjallarans sem skráð er 0002 íbúð skal ekki notaður til íbúðar vegna ónógrar lofthæðar og ekki verður séð að herbergi þar hafi verið samþykkt sem íbúðarherbergi.

  5. Erindi nr. 1802001. Með erindi dagsettu 1. febrúar 2018, sækja Jón Ingi Björgvinsson og Aðalheiður S. Einarsdóttir um leyfi til að gera breytingar á húseign sinni Hvammstangabraut 11, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Daníel Karlsson.  Breytingarnar felast aðallega í því að innrétta húsnæði fyrir verndaðan vinnustað í hluta neðri hæðar.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

 

6. Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, innkomin greinargerð um brunahólfun og hljóðvist gistiherbergja, móttekin 30. janúar 2018. Málið var áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs á 291. fundi 4.1.2018, þar sem gerð var athugasemd við brunahólfun og hljóðvist og málinu frestað af þeim ástæðum. 

Slökkviliðsstjóri bendir á að ekki verður með nokkru móti hægt að sjá í umræddri greinagerð að veggklæðningar milli gistirýma séu í flokki 1 K210 B-sl ,d0 eins og krafa er um. Erfitt er að sjá hvernig vinylhúð/plasthúð standist slíka flokkun án vottunar og því ekki hægt að samþykkja hana að óbreyttu. 

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu vegna athugasemda slökkviliðsstjóra, en fellst á niðurstöður hljóðmælinga þar sem sýnt er fram á að herbergi standast kröfur um hljóðeinangrun.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Var efnið á síðunni hjálplegt?