291. fundur

291. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. janúar 2018 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þ. Loftsson, Unnsteinn Ó. Andrésson, Árborg Ragnarsdóttir og Ragnar Smári Helgason

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1712020. Múli, umsókn um landskipti.
  2. Erindi nr. 1801001. Ytri-Reykir, umsókn um landskipti.
  3. Erindi nr. 1609096. Hvoll, lóð 34. Ósamþykktri aðlauppdrættir.
  4. Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A. Innkomnir nýir aðaluppdrættir.
  5. Erindi nr. 1710002. Sveðjustaðir íbúðarhús. Nýir aðaluppdrættir.
  6. Erindi nr. 1704006. Tannstaðabakki, fjós. Innkomnar breyttar teikningar.
  7. Erindi nr. 1712019. Deiliskipulag við Arnarvatn. Umsókn um breytingu.
  8. Erindi nr. 1711005. Garðavegur 14. Umsókn um fjölgun íbúða.

Tekið á dagskrá:

10. Erindi nr. 1801003. Ægissíða, landskipti.

11. Fundargerð 21. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1712020. Með erindi mótteknu 18. desember 2017, sækir Einar Rúnar Bragason, kt. 230957-5099 um leyfi til að skipta landspildu úr jörðinni Múla, lnr. 144492. Spildan er 44,7 ha og þar af er ræktarland 4,2 ha. Spildan liggur að merkjum Múla við Lækjarhvamm, Syðsta-Ós, Ytri-Reyki, Gauksmýri og Reykjaland. Lögbýlisréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Múla. Spildan mun fá landnúmerið 226352.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin með fyrirvara um staðfestingu eigenda á landamerkjum aðliggjandi landeigna.

2. Erindi nr. 1801001. Með bréfi dagsettu 22.12.2017, sækja Hulda S. Jóhannesdóttir, kt. 010279-3139 og Gunnar Æ. Björnsson, kt. 121178-5679, f.h. Reykjaháls ehf, kt. 630915-1470, um leyfi til að skipta landi á Laugarbakka út úr jörðinni Ytri-Reykjum í Miðfirði, lnr. 144115. Landið fær heitið Laugarbakki Norður og landnúmerið 226380. Á landinu og innan afmörkunar þess eru 18 lóðir þorpsins Laugarbakka og fylgja þær allar með í kaupunum. Skráð flatarmál lóðanna er 17.146 m2. Reiknað brúttó flatarmál hins keypta lands er 27.187 m2, (27,19ha). Nettóstærð hins keypta lands er 10.041 m2. Lögbýlisréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Ytri-Reykjum. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur, dags. 15.12.2017 eftir Bjarna Þór Einarsson tæknifræðing. Einnig liggur fyrir, á umsóknarblaði, listi yfir áðurnefndar 18 lóðir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

3. Erindi nr. 1609096. Með umsókn dagsettri 12.12.2012 sækja Ásgeir Blöndal, kt. 120658-4179 og Bryndís Bragadóttir, kt. 090959-2639, um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Hvoli 34 í Vesturhópi. Málið virðist ekki hafa verið tekið til umfjöllunar en fyrsta úttekt var gerð 27.08.2013. Aðaluppdrættir dagsettir 07.07.2013 liggja fyrir og leggur byggingarfulltrúi til að byggingaráform samkvæmt þeim verði samþykkt.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir aðaluppdrættina.

4. Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, innkomnar breyttar teikningar af gistiheimili, eftir Bjarna Þór Einarsson, mótteknar 16.11.2017 og 13.12.2017. Á teikningunum kemur m.a. fram endanlegt útlit gistiheimilisins.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

5. Erindi nr. 1710002. Innkomnar nýjar teikningar af íbúðarhúsi að Sveðjustöðum eftir Margréti Cassaro, mótteknar 18.12.2017. Á nýjum teikningum kemur m.a. fram að lofthæð í viðbyggingu er einungis 2,40 m. Einnig vantar upplýsingar um varmaeinangrun og vottun. Viðbyggingin er byggð án leyfis.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu og úrskurðar að viðbyggingin skuli fjarlægð.

6. Erindi nr. 1704006. Innkomnar breyttar aðalteikningar af nýju fjósi á Tannstaðabakka. Brunaskilum er breytt og útlit aðlagað stálgrind.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breyttar teikningar.

7. Erindi nr. 1712019. Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru sækir um leyfi til að breyta gildandi deiliskipulagi skálasvæðis við Arnarvatn. Breytingin felur í sér að bæta við byggingarreit fyrir skála vestan við gangnamannahús. Þar hyggst veiðifélagið reisa þjónustumiðstöð, um 80 m2 hús.

Skipulags-og umhverfisráð telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og samþykkir fyrir sitt leyti að sveitarfélagið hefji undirbúning á breytingunni og að málsmeðferð fari fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. Erindi nr. 1712005. Skúli Húnn Hilmarsson, kt. 190675-4679, sækir með bréfi mótt. 05.12.2017 f.h. Unnval ehf. um fjölgun íbúða að Garðavegi 14, með því að gera tvær íbúðir úr íbúð 0103. Nýja íbúðin fær rýmisnúmerið 0108.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

9. Erindi nr. 1801003. Með bréfi mótteknu 3. janúar sækja eigendur Ægissíðu, lnr. 144594 um skiptingu jarðarinnar í tvo hluta samkvæmt hnitsettum uppdrætti gerðum af Bjarna Þór Einarssyni. Ytri-landamerki jarðarinnar eru áætluð og skoðast ekki sem staðfest. Ægissíða lnr. 144594 er áætluð 732,33 ha og syðri hlutinn, Ægissíða II, lnr. 226250, 726,83 ha.  Núverandi lögbýlisréttur fylgir áfram Ægissíðu og sótt er um lögbýlisrétt fyrir Ægissíðu II. Hlunnindi skiptast jafnt á milli jarðahlutanna sem hafa lnr. 144594 og 226250. Landið verður ekki tekið úr landbúnaðarnotkun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti.

10. Fundargerð 21. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

 

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Var efnið á síðunni hjálplegt?