290. fundur

290. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. desember 2017 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þ. Loftsson, Unnsteinn Ó. Andrésson, Árborg Ragnarsdóttir og Sigurður Kjartansson 

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson 

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1710008. Lindarvegur 18. Breyttar teikningar.
  2. Erindi nr. 1710009. Lindarvegur 20. Breyttar teikningar.
  3. Erindi nr. 1709083. Lindarvegur 10. Breyting á bygginarreit.
  4. Erindi nr. 1710006. Sólbakki 2 og 3. Byggingarreitir.
  5. Erindi nr. 1711034. Sólbakki 2. Nýtt íbúðarhús.
  6. Erindi nr. 1712007. Melaafréttur Bláhæð, umsókn um landskipti.

 

Tekið á dagskrá:

     7.Erindi nr. 1712001. Kollsá I, umsókn um stofnun lóðar.

     8.Erindi nr. 1712010.Aðalskipulag Húnþings vestra 2014-2026, Breytt lega Vatnsnesvegar við Tjörn.

     9.Erindi nr. 1712011. Melaafréttur – Bláhæð. Óveruleg breyting á aðalskipulagi

 

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1710008. Innkomnir breyttir uppdrættir af Lindarvegi 18 eftir Stefán Árnason, kt. 020346-4269. Húsin eru færð framar í byggingarreitinn vegna aðstæðna á lóð.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta uppdrætti.

   2. Erindi nr. 1710009. Innkomnir breyttir uppdrættir af Lindarvegi 20 eftir Stefán Árnason, kt. 020346-4269. Húsin eru færð framar í byggingarreitinn vegna aðstæðna á lóð.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta uppdrætti.

  3. Erindi nr. 1709083. Lóðarhafar Lindarvegar 10, Erla Björg Kristinsdóttir, kt. 040678-3799 og Sveinn Ingi Bragason, kt. 201179-4329 óska eftir því að breyta byggingarreit lóðarinnar á þann hátt að hann færist nær NV lóðarmörkum um 2 m og fjær SA lóðarmörkum um 2 m., og að SV horn hússins fari allt að 2 metra út fyrir byggingarreit.  Breidd byggingarreits við götu er um 12,5 m.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breyttan bygginarreit. Ráðið fellst á að húshorn fái að standa út fyrir byggingarreit í suðvestur en þó að hámarki 2 m, með fyrirvara um jákvæða umsögn skipulagsfulltrúa.

  4. Erindi nr. 1710006. Í framhaldi að stofnun lóðanna Sólbakka 2 og 3 sækir Ómar Pétursson byggingafræðingur, kt. 050571-5569, fyrir hönd Sólbakkabúsins ehf, kt. 670614-1820 um byggingarreiti á lóðunum eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti númer 17.781 dags. 04.12.2017 eftir Ómar. Uppdrátturinn sýnir einnig aðkomu að viðkomandi lóðum.  

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitina.

  5.Erindi nr. 1711034. Með erindi dagsettu 15.11.2017, sækir Ómar Pétursson byggingafræðingur, kt. 050571-5569, fyrir hönd Ólafar Rúnar Skúladóttur, kt. 120492-2769 og Hartmanns Braga Stefánssonar, kt. 010289-2899, um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Sólbakka 2, lnr. 225982. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir númer 17.780 dags. 04.12.2017 eftir Ómar Pétursson.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.

  6.Erindi nr. 1712007. Með erindi dagsettu 6.12.2017 sækir Ingimar Sigurðsson,  kt. 120269-5779 fyrir hönd Sjálfseignarstofnunarinnar Hjarðhaga, kt.550606-1350, um leyfi til að stofna lóð úr Melaafrétti, lnr. 219915. Áætlað er að byggja fjarskiptamastur og tækjahús á lóðinni. Lóðin verður 400 m2, fær landnúmerið 226320 og staðfangið Melaafréttur Bláhæð.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og vísar málinu í skipulagsferli.

 7.Erindi nr. 1712001. Með erindi dagsettu 30.11.2017, sækja Sigurður Kjartansson, kt. 080673-5319 og Jóhann Ragnarsson kt. 180770-3729 um leyfi til að skipta lóð út úr jörðinni Kollsá I, lnr. 142204. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Daníel Karlsson. Á lóðinni eru matshlutar 04 fjós og 10 hlaða. Landspildan óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Kollsá I. Þar sem lóðin er á óskiptu landi jarðanna Kollsá I, II og III þarf að skila inn samþykki allra eigenda jarðanna áður en gengið verður frá stofnun lóðarinnar. Lóðin verður 1280 m2 og fær lnr. 226298 og staðfangið Kollsá 1A.

Sigurður Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin með fyrirvara um samþykki allra landeigenda.

Unnsteinn Andrésson vék af fundi kl. 18:05

  8.Erindi nr. 1712010. Vegagerðin hefur óskað eftir við Húnaþing vestra að farið verði í breytingu á aðalskipulagi vegna breyttar legu á Vatnsnesvegi nr. 711 ásamt nýjum efnistökusvæðum. 

Unnið er að breytingum á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

Lögð fram lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi um breytta legu Vatnsnesvegar og fjölgun náma, unnið af Landmótun sf., dags. 7.12.2017.

Breytingin fjallar um breytta veglínu á um 700 metra kafla við bæinn Tjörn á Vatnsnesi, en í heildina er vegaframkvæmdin 1,8 km og að hluta til í sama vegstæði. Framkvæmdin felur í sér nýtt brúarstæði yfir Tjarnará, ásamt nýjum efnistökusvæðum. Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem um er að ræða efnistökusvæði sem nær yfir stærra svæði en 25.000 m2 og fellur því undir flokk B skv. lið 2.03.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framlögð drög að lýsingu á skipulagsverkefni og matslýsingu verði kynnt og auglýst til umsagnar í samræmi við 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 9. Erindi nr. 1712011.  Guðný Hrund Karlsdóttir sveitastjóri sækir, fyrir hönd Húnaþings vestra um að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026. Breytingin felur í sér að afmarka reit við Bláhæð á Holtavörðuheiði fyrir fjarskiptamastur og tækjahús Neyðarlínunnar.

Skipulags- og umhverfisráð telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða samkvæmt leiðbeiningum frá Skipulagsstofnun og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:05

Var efnið á síðunni hjálplegt?