287. fundur

287. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn þriðjudaginn 12. september 2017 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðrún Skúladóttir og Árborg Ragnarsdóttir. Ragnar Smári Helgason boðar forföll.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson 

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1510031. Hafnarsvæðið Hvammstanga – deiliskipulag.
  2. Erindi nr. 1611037. Kolugljúfur deiliskipulag, smávægileg breyting.
  3. Erindi nr. 1705001. Syðsti-Ós, nafnabreyting lóða.
  4. Erindi nr. 1709007. Syðsti-Ós, breyting á fjárhúsi í fjós.
  5. Erindi nr. 1708054. Þverármelsnáma – framkvæmdaleyfi.
  6. Erindi nr. 1708002. Hafnarbraut 5, tímabundið leyfi fyrir sviðagám.
  7. Fundargerð 20. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

 

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1510031. Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri kynnti tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga ásamt athugasemdum við deiliskipulagið, samantekt athugasemda og viðbrögðum við þeim. Tillagan var auglýst frá 2. maí til 14. júní 2017. Alls bárust athugasemdir frá 9 aðilum á auglýsingatíma.

Vegna fjölda og efnis athugasemda leggur skipulags- og umhverfisráð til við sveitarstjórn að endurauglýsa framlagða tillögu skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði íbúafundur um tillöguna.

2.Erindi nr. 1611037.  Deiliskipulag fyrir Kolugljúfur. Skipulagstillagan var auglýst frá 6. júní 2017 með athugasemdafresti til 18. júlí. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Sjónaukanum. Skipulagsögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsagnir / athugasemdir bárust frá einum aðila og var svarað á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 3. ágúst sl.

Vegna breytinga á greinargerð og skipulagsuppdrætti eftir samþykkt sveitarstjórnar, er skipulagið lagt fram að nýju. Breytingin er eftirfarandi:
Á skipulagsuppdrátt var sett fram tillaga að staðsetningu rotþróar og eftirfarandi texta var bætt inn í greinargerð undir kaflanum - Byggingarreitur þjónustuhúss: Frágangur, gerð rotþróa og frárennslislagna og nákvæm staðsetning, skal vinnast í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og vera skv. ákvæðum heilbrigðisreglugerðar og samkvæmt leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. Safntankur/rotþró skal tæmd í samræmi við reglur Heilbrigiðiseftirlits Norðurlands vestra. Á uppdrætti er sett fram tillaga að staðsetningu rotþróar. Neysluvatn verður leitt frá vatnsbóli við bæinn Kolugil. Svæðið tengist dreifikerfi RARIK.  

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti ofantaldar breytingar á texta og skipulagsuppdrætti og vísar tillögunni til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

 3.Erindi nr. 1705001. Jón Böðvarsson kt. 150749-4929 og Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir kt. 1102624349 sækja um fyrir hönd eigenda að breyta nöfnum jarðarinnar Syðsta-Óss ásamt nöfnum þeirra lóða sem stofnaðar hafa verið úr jörðinni. Nöfnin eru eftirfarandi: Syðsti-Ós 1 (fastanúmer 213-3595), Syðsti-Ós 2 (fnr. 231-3610), Syðsti-Ós 3 (fnr. 231-9715) og Syðsti-Ós 4 (fnr. 213-3592).

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda að öðru leyti en því að jörðin haldi sínu heiti: Syðsti Ós.

Guðjón Þórarinn Loftsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

4. Erindi nr. 1709007. Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir með erindi dags. 5. september fyrir hönd Ósbúsins ehf, kt. 440613-0630, um leyfi til að breyta fjárhúsi, mhl. 11, á Syðsta-Ósi í lausagöngufjós. Fjárhúsin eru á lóðinn Syðsti-Ós 4 sem samþykkt var á 286. fundi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrirvara um brunahólfun og felur byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu.

Guðjón Þórarinn Loftsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

5.Erindi nr. 1708054. Vegagerðin sækir með bréfi dags. 24. ágúst 2017, um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku út Þverármelsnámu. Áætlað er að vinna 5000 m3 af efni sem ætlað er í viðhald á Vatnsnesvegi (711). Náman er merkt E36 í aðalskipulagi. Náman er opin og verður efni unnið úr núverandi námubotni og lítillega til vesturs frá því svæði sem þegar hefur verið unnið, skv. meðfylgjandi mynd. Áætlað er að efnisvinnsla hefjist um miðjan september nk. Að efnistöku lokinni verður svæðið jafnað og aðlagað landslagi.

   Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr 106/2000 og fellur þar í flokk C undir lið 2.04.  Vegagerðin óskar eftir úrskurði sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin sé matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé ekki matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem efnismagn er vel innan marka og frágangur að loknum framkvæmdum er vel skilgreindur í aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti.

6.Erindi nr. 1708002. Ágúst Andrésson, kt. 110571-4889, sækir fyrirhönd SKVH, með erindi mótteknu 14. ágúst sl. um tímabundið stöðuleyfi fyrir gám vestan við Hafnarbraut 5 og tengja hann með færiböndum við húsið.  Um er að ræða aðstöðu til að svíða hausa. Byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri hafa haft afskipti af málinu og hafa verið gerðar úrbætur á aðstöðunni í samræmi við aðfinnslur. Jákvæð umsögn heilbrigðiseftirlits liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfið til 2 mánaða.

7.Fundargerð 20. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?