284. Fundur

284. Fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 1. júní 2017 kl. 17:00 .

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Árborg Ragnarsdóttir, Guðrún Eik Skúladóttir og Ragnar Smári Helgason

      

 

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson
 1. Erindi nr. 1705041. Þórukot, gripahús.
 2. Erindi nr. 1705042. Gröf, ný geymsla.
 3. Erindi nr. 1705051. Auðunarstaðir II, rif      hlöðu.
 4. Erindi nr. 1507015. Sólbakki, fjós, breyttar      teikningar.
 5. Erindi nr. 1702005. Bæjaröxl, byggingarreitur.
 6. Erindi nr. 1704005. Melavegur 11, þak á      bílskúr.
 7. Erindi nr. 1705004. Bakkatún 8, íbúðarhús.
 8. Erindi nr. 1612050. Göngubrú á Syðri-Hvammsá,      framkvæmdaleyfi.
 9. Erindi nr. 1705005. Lindarvegur, gatnagerð,      framkvæmdaleyfi.

  Tekið á dagskrá:
 10. Erindi nr. 1706001. Bessastaðir,      starfsmannaaðstaða.
 11. Erindi nr. 1706002. Sindrastaðir, íbúð
 12. Erindi nr. 1706005. Vegagerðin,      framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörn.
 13. Fundargerðir afgreiðslufunda      byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar.

Afgreiðslur:

1.    Erindi nr. 1705041. Pétur Þ. Baldursson, kt. 170669-2909, sækir um leyfi til að breyta áður byggðum flatgryfjum mhl.10, í húsnæði fyrir geldneyti á jörð sinni Þórukoti lnr. 144648. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Vigfús Halldórsson.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið.

2.      Erindi nr. 1705042. Ásmundur Ingvarsson, kt. 121260-4689, sækir um leyfi til að byggja geymslu að Gröf , lnr. 144610. Geymslan er límtrésbygging með steinullarsamlokueiningum. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Vigfús Halldórsson.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn með fyrirvara um jákvæða umsögn minjavarðar og vísar málinu að öðru leyti til byggingarfulltrúi til afgreiðslu.

3.      Erindi nr. 1705051. Margrét Jóhannesdóttir, kt. 270545-4119, sækir fyrir hönd Auðunarstaða II ehf, kt. 701106-0240, um leyfi til að rífa hlöðu, fastanúmer 213-5056, mhl. 07.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjadni útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

4.      Erindi nr. 1507015. Innkomnar breyttar teikningar, mótt. 22. maí 2017. Breytingin felur í sér að rými fyrir mjólkurtank hefur verið byggt vestan við fjósið og er byggingin þar með komin út fyrir byggingarreit. Eldvarnarskil hafa einnig verið felld út án rökstuðnings.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og kallar eftir greinargerð um niðurfellingu eldvarnarskila og umsókn um stækkun byggingarreits.

5.      Erindi nr. 1702005. Eyþór Rúnar Þórarinsson, kt. 3008774359, sækir um byggingarreit á lóðinni Bæjaröxl, (óstaðfest lnr. 224944). Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af reitnum. Ætlunin er að byggja sumarhús, gestahús og bílskúr á reitnum. Einnig fylgir uppdráttur sem sýnir staðsetningu rotþróar og vegtengingu við Hólmavíkurveg.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda. En þar sem vegtengingin liggur um landi í eigu annars aðila og tengist þjóðvegi, þarf umsækjandi að afla sér leyfis Vegagerðarinnar og eiganda Bæjar 1.

6.      Erindi nr. 1704005. Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449 sækir f.h. Gunnars Sveinssonar og Marínar Karlsdóttur með erindi dags. 4. apríl 2017 um leyfi til þess að setja uppstólað þak á bílskúr að Melavegi 11  lnr. 144371, sem tilkynnta framkvæmd. Meðfylgjandi eru teikn. nr. 170203 – M11A001 dags. 04.04.207 unnar af Ráðbarði sf.  Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6.4.2017 og afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 26.4.2017.  Innkomin greinargerð frá Bjarni Þór þar sem útfærslu brunaskila er lýst og rök færð fyrir því að umsóknin verði meðhöndluð sem tilkynnt framkvæmd

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda og fellst á útfærslu brunaskila og að framkæmdin uppfylli skilyrði til málsmeðferðar sem tilkynnt framkvæmd.

7.      Erindi nr. 1705004. Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449 sækir f.h. Eric Ruben dos Santos, kt.240972-2129, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Bakkatúni 8. Innkomnir nýir aðaluppdrættir.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið.

8.      Erindi nr. 1612050. Skúli Húnn Hilmarsson, kt. 190675-4679, sækir fyrir hönd Húnaþings vestra um takmarkað byggingarleyfi fyrir gerð brúarstöpla og staðsetningu göngubrúar yfir Syðri-Hvammsá sunnan við Grunnskólann, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum nr. SH101, SH121 til SH124, eftir Bjarna Þór. Umhverfis- og útlitshönnuður brúarinnar er Arnar Birgir Ólafsson og LímtréVírnet hannar burðarvirki brúarinnar að öðru leyti.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið.

9.      Erindi nr. 1705005. Skúli Húnn Hilmarsson, kt. 190675-4679, sækir fyrir hönd Húnaþings vestra um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri götu, Lindarvegi. Verkið felst í jarðvegsskiptum, um 3000 m3 og veituframkvæmdum, lagningu hitaveitu-, vatns-, og fráveiturlagna. Meðfylgjandi er hönnunarteikning götu.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið.

Tekið á dagskrá:

10.   Erindi nr. 1706001. Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir fyrir hönd Guðnýjar Helgu og Jóhanns Birgis, eigenda Bessastaða, lnr. 144101, um leyfi til að byggja kaffistofu á hlöðulofti og snyrtingu á neðri hæð. Stafnar komi á þak hlöðu til austurs og vesturs.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir útlitsbreytinguna og vísar málinu að öðru leyti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11.   Erindi nr. 1706002. Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir fyrir hönd Ísólfs Líndal Þórissonar og Vigdísar Gunnarsdóttur, um leyfi til að byggja 45 m2 íbúð í suðvesturhorni geymslu í vesturenda hesthússálmu Sindrastaða, lnr. 221511 mhl. 01. Útlitsbreyting: Tveir gluggar koma á vesturstafn hesthússálmu.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir útlitsbreytinguna og vísar máliuna að öðru leyti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12.   Erindi nr. 1706005. Pétur Ingi Sveinbjörnsson, kt. 0605803759, sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, um framkvæmdleyfi fyrir gerð sjóvarnar vestan við hús Kaupfélags V-Húnvetninga á Hvammstanga. Lengd kafla er um 70 m og áætlað grjótmagn er 600 m3. Verkefnið er unnið í samráði við sveitarfélagið Húnaþing vestra.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið.

13. Erindi  18. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

Var efnið á síðunni hjálplegt?