280. fundur

280. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 00:00 .

Fundarmenn

Pétur Arnarsson,  Guðjón Þórarinn Loftsson, Árborg Ragnarsdóttir og Ragnar Smári Helgason.

Starfsmenn

Byggingafulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1510031.      Hafnarsvæðið, deiliskipulag.
  2. Erindi nr. 1703001. Ásbraut      4, breyting á teikningum af bílskúr.
  3. Erindi nr. 1702005.      Bæjaröxl, stofnun lóðar úr landi Bæjar 1.
  4. Kynning á fundargerð      afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23.2.2017.

 

Tekið á dagsskrá:

5.  Erindi nr. 1703003. Niðurrif      húsa á Litla-Ósi.

6.  Erindi nr. 1703002. Umsókn      frá Andreu Laible, Neðra-Vatnshorni um viðbótar gistieiningu.

 

Afgreiðslur:

1.  Erindi nr. 1510031. Deiliskipulag      Hafnarsvæðisins á Hvammstanga.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Framlögð gögn eru greinargerð og deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 22. febrúar 2017.  Deiliskipulagssvæðið liggur vestan Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar á Hvammstanga og er um 11 ha. að stærð.  Samkvæmt Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði.

Megin markmið deiliskipulagsins er að bæta umhverfi hafnarsvæðisins. Að bæta aðstöðu við smábátahöfn ásamt því að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.  Að fyrirkomulag bygginga, gatna og nýrra hafnarstíga styrki bæði og efli ásýnd hafnarsvæðisins og gefi heildstætt yfirbragð. Skilgreindar eru núverandi og nýjar lóðir og lóðarstærðir á svæðinu. Fornleifaskráning fyrir ofangreint svæði, eftir Óskar Leif Arnarsson og Sólveigu  Huldu Bemjamínsdóttur er í vinnslu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Árborg Ragnarsdóttir bókar eftirfarandi: „Ég hef áður lýst skoðun minni á eldsneytisafgreiðslu við innkeyrslu í portið við Kaupfélagið. Mér finnst aðstæður þar of þröngar fyrir slíka starfsemi og þá auknu umferð sem þessu fylgir.“

2.  Erindi nr. 1703001. Jóhannes Jóhannesson, kt. 011251-3319,      sækir um leyfi til að breyta bílskúr sem teiknaður er norðan við hús hans,      Ásbraut 4, þannig að hann tengist húsinu og hafi lágt risþak með      mænisstefnu norður–suður.  Meðfylgjandi      eru frumhugmyndir Jóhannesar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og tekur afstöðu til byggingaráforma þegar teikningar hafa borist.

 

3.  Erindi nr. 1702005. Umsókn frá Heiðari Þór Gunnarssyni,      kt. 270578-3499, um leyfi til að stofna landspildu út úr landi Bæjar 1,      lnr. 142184, Hrútafirði. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Önnu      Margréti Jónsdóttur. Landspildan, sem verður 13.565m2, mun fá      nafnið Bæjaröxl og landnúmerið 224944.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti.

4.  Lögð var fram til kynningar fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23.02.2017.

Tekið á dagsskrá:

5. Erindi nr. 1703003. Gunnar Þorvaldsson kt. 120255-0059 sækir með erindi mótt. 02.03.2017 um heimild til þess að rífa geymslu mhl. 07 og óskráð hesthús á jörð sinni Litla – Ósi lnr. 144488.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlitsins viðvíkjandi útfærslu urðunar og meðferð spilliefna.

6. Erindi nr. 1703002. Andrea Laible kt.      250161-8089 sækir með erindi dags. 01.03.2017 um byggingaleyfi til þess að      setja niður eina gámaeiningu við hlið þeirrar sem þegar hefur verið sett      niður. Einingin er eitt herbergi með baði samtals 21m2 frá      Hafnarbakkanum - Flutningatækni.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn nýrri afstöðumynd sem sýnir staðsetningu einingarinnar og uppfærða byggingarlýsingu.

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:28

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?