37. fundur

37. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 9. ágúst 2022 kl. 16:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, varamaður. Ármann Pétursson, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri,
Benedikt Rafnsson, veitustjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:
1. Yfirferð framkvæmda, eftirlit og bilanir á veitusviði. Veitustjóri fór yfir stöðuna á
framkvæmdum, eftirliti og bilunum á veitusviði. Engar alvarlega bilanir hafa verið á
veitukerfum frá síðasta veituráðsfund. Framkvæmdir að mestu á áætlun.


2. Vatnsskortur á Laugarbakka. Veitustjóri fór yfir þá stöðu sem upp er komin á Laugarbakka
með afhendingu vatns. Hefur þurft að keyra vatni á Laugarbakka allan júlí og það sem af er
ágúst. Má rekja þetta vandamál til aukinnar vatnsnotkunar hjá fyrirtækjum, fjölgunar íbúa og
uppbyggingu sem hefur átt sér stað. Vatnsöflun á Laugarbakka hefur verið vandamál í áratugi
og nú er ljóst er að framkvæmdir þola ekki frekari bið.
Veitustjóri kynnti tillögur til úrbóta af þeim telur veituráð öruggast að lögð verði lögn frá
Hvammstanga að Laugarbakka og í framhaldi þarf að skoða vatnsöflun til Hvammstanga úr
Mjóadal. Veituráð leggur til við sveitarstjórn að strax í haust verði farið í forvinnu og
frumhönnun svo framkvæmdir geti farið fram á árinu 2023.


3. Umsókn frá Geirlax ehf. vegna Ytri-Valdarás. Lögð fram umsókn frá Geirlax ehf. þar
sem óskað er eftir að tengja Ytri-Valdarás hitaveitu sem liggur í Fitjárdal. Veitustjóra
falið að svara erindinu.


4. Beiðni frá sláturhúsi KVH um sverari neysluvatnslögn. Veitustjóra er falið að skoða málið
nánar m.a. m.t.t. fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi austan Norðurbrautar og kostnað við
framkvæmdina og leggja fyrir næsta fund veituráðs.


5. Uppsögn veiturstjóra. Veitustjóri Benedikt Rafnsson hefur sagt starfi sínu lausu. Veituráð
þakkar Benedikt fyrir farsælt starf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum
vettvangi.


Fleira ekki tekið fyrir.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.17:55

Var efnið á síðunni hjálplegt?