32. fundur

32. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 12. október 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. Kolbrún Stella Indriðadóttir forfallaðist.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Benedikt Rafnsson, veitustjóri

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Yfirferð yfir framkvæmdir, eftirlit og bilanir á veitusviði.

Veitustjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum, eftirliti og bilunum á veitusviði.

Í september voru skráð fjórar bilanir á hitaveitu, tvær bilanir á vatnsveitu og þrjár á fráveitu.

 

   2.  2110011 Umsókn frá Luis A. F. Braga De Aquino um tengingu við neysluvatn, hitaveitu og fráveitu vegna nýbyggingar að Bakkatúni 4, Hvammstanga. Veitustjóra falið að svara erindinu.

 

  3.  2108005 Umsókn frá Reykjarhálsi ehf. Gunnar Ægir Björnsson, f.h. Reykjaháls ehf. óskar eftir tengingu við hitaveitu vegna nýbyggingar á Steinholti í Miðfirði, erindið var tekið fyrir á 31. fundi veituráðs. Þá var veitustjóra og sveitarstjóra falið að skoða erindið í ljósi fyrirliggjandi samninga. Fyrir fundinum lágu drög að samkomulagi við Reykjaháls ehf. um tenginu við hitaveitu vegna nýbyggingar á Steinholti. Veituráð samþykktir fyrirliggjandi drög og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:51.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?