30. fundur

30. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 29. júní 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður, Gunnar Þórarinsson, varamaður

 

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Benedikt Rafnsson, veitustjóri

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Ljósleiðari Hrútafjörður. Skúli Húnn Hilmarsson sat fundinn undir þessum lið.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í Hrútafirði um miðjan ágúst. Framkvæmdum á að vera lokið 30. september. Verið er að vinna að fornleifaskráningu, leyfismálum og landasamningum.

   2. Langtímadæling á heitavatnsholu á Reykjartanga.

Benedikt fór yfir framkvæmdina og stöðu mála. Þann 7.-9. júní var sambyggðri dælu og mótor slakað ofan í borholu RS-14 og byrjað að framkvæma langtímadælingu til prófunar. Dælingin mun taka 8 vikur, eftir þann tíma mun ÍSOR vinna úr gögnunum og skila af sér niðurstöðum.

 

  3.  Yfirferð yfir framkvæmdir og bilanir á veitusviði.

Benedikt fór yfir stöðu mála á framkvæmdum og bilunum á veitusviði. Verktaki er byrjaður á að endurnýjun hitaveitu í Fífusundi. Í viku 28 verður farið upp í Grákollulind til að bæta vatnssöfnun þar. Í viku 31 verður farið í að endurnýja stofnlögn frá vatnstanki að Hvammstangabraut.

Í maí voru skráð fjórar bilanir á veitusviði, þrjár á hitaveitu og ein á vatnsveitu. Í júní voru skráð 10 bilanir, sjö á hitaveitu og þrjár á vatnsveitu.

   4.  2103056 Umsókn frá Eddu Ársælsdóttur.

Edda óskar eftir að Laufás fái að tengjast neysluvatnskerfi Hvammstanga. Veitustjóra falið að svara erindinu.

 

  5. 2105056 Umsókn frá Einþóri Skúlasyni

Einþór óskar eftir að tengjast við neysluvatn, hitaveitu og fráveitu vegna nýbyggingar á Laugarbakka. Veitustjóra falið að svara erindinu.

 

  6. 2106037 Umsókn frá Þ-Hóli

Þ-Hóll óskar eftir að tengjast við hitaveitu sem liggur að Melrakkadal vegna nýbyggingar á Tófuflöt. Veitustjóra falið að svara erindinu.

 

  7. 2106048 Erindi frá Tómasi Erni Daníelssyni

Ábúendur á Sauðá og Sauðadalsá á Vatnsnesi óska eftir að veituráð komi að kostnaði við viðhaldi á veginum upp að vatnsbólunum í Mjóadal. Vegurinn liggur um fjórar jarðir; Sauðadalsá, Sauðá, Hlíð og Tungukot. Vegurinn er notaður af ábúendum Sauðadalsár og Sauðár einnig er vegurinn notaður á haustinn í smalamennskum.
Í fjárhagsáætlun hvers árs er gert ráð fyrir fjármagni til viðhalds styrkvega í sveitarfélaginu og sjá fjallskiladeildir hvers svæðis um framkvæmd á viðhaldi styrkvega. Veituráð beinir því til ábúenda Sauðadalsár og Sauðár að leita til fjallskiladeildar Vatnsnes með erindið.

  8. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:31

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?