3. fundur

3. fundur Veituráðs haldinn mánudaginn 19. nóvember 2018 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður.  Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður er í síma.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

1.  Borun á Reykjatanga.

Unnsteinn Andrésson rekstrarstjóri kemur á fundinn.  Byrjað var á framkvæmd á borun vinnsluholu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði á fimmtudaginn síðasta en jarðborinn Trölli hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða borar holuna. Borun gekk vel og fljótlega var komið niður á mjög heitt vatn.  Farið var í að undirbúa að rýma út fyrir fóðringu. Þá kom í ljós að tenging var við holu RS-14 og fór nýja holan að stela vatni frá veitunni sem olli raski á afhendingu til notenda.  Til að lágmarka áhættu þá er ákveðið að fara í hjólakrónuborun með vatni þegar búið er að fóðra holuna. Fylgst verður vel með vinnsluholu RS-14 þegar byrjað verður að bora og ef borunin hefur áhrif á hana þá verður hætt strax og staðan metin upp á nýtt.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?