29. fundur

29. fundur Veituráðs haldinn mánudaginn 10. maí 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður sat fundinn gegnum fjarfundabúnað.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Benedikt Rafnsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Ljósleiðari Hrútafjörður. Skúli Húnn Hilmarsson sat fundinn undir þessum lið.

a) Útboð ljósleiðara 2021. Verið er að ljúka gerð útboðsgagna og búið er að forhanna lagnaleiðina.

b) Samstarfsaðili. Viðræður standa yfir við fjarskiptafyrirtæki um framkvæmdina og verður verkið boðið út þegar samningar hafa náðst. Verklok eru áætluð um miðjan september.

2. Önnur mál.

a) Benedikt gerði grein fyrir undirbúningi að prufudælingu á Reykjatanga. Gera má ráð fyrir að dælingin hefjist í lok maí.

b) Benedikt gerði grein fyrir bilunum sem urðu á gatnamótum Hlíðarvegs og Norðurbrautar. Bilunin var bæði í hitaveitu og vatnsveitu.

c) Skipt var um dælu í dæluhúsinu að Litla-Ósi þar sem aðaldælan var orðin léleg og varadælan náði ekki að anna svæðinu sem henni var ætlað.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:35

Var efnið á síðunni hjálplegt?