27. fundur

27. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Benedikt Rafnsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Veitur í Húnaþingi vestra, staða og bilanir. Búið er að greina og lagfæra bilun sem hefur verið í vatnsveitunni á Hvammstanga. Bilun var í hitaveitulögn á Reykjatanga milli skólastjórahúss og gamla barnaskólans, sem hefur verið löguð.

2. Endurnýjun hitaveitu í Fífusundi. Síðastliðið sumar náðist ekki að ljúka endurnýjun á hitaveitu í Fífusundi og er nú unnið að framahaldssamningi um verkið við Gunnlaug Agnar Sigurðsson. Samhliða verður nýtt skólahúsnæði grunnskólans tengt við veiturnar.

3. Endurnýjun stofnlögn frá vatnstanki. Endurnýja þarf stofnlögn frá vatnstanki að Hvammstangabraut. Unnið er að undirbúningi.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:01

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?