25. fundur

25. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður og  Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Benedikt Rafnsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Gunnar Þorgeirsson setti fund og bauð Kolbrúnu Stellu Indriðadóttur velkomna til starfa fyrir veituráð og jafnframt þakkar hann Elínu Líndal fyrir gott samstarf og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins.

Afgreiðslur:  

1. Fjárhagsáætlun veitusviðs 2021. Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundin undir þessum dagskrárlið.  

Elín Jóna fer yfir fjárhagsramma veitusviðs þar sem áætlaðar eru lántökur að upphæð 40 m. króna til framkvæmda og reksturs árið 2021. 

 

2. Framkvæmdir á veitusvið 2021

Eiginfærð fjárfesting:

• Hitaveita:

o Prufudæling á Reykjartanga – gert er ráð fyrir að prufudæling hefjist í apríl.

o Endurnýjun dreifikerfis í Fífusundi 

• Vatnsveita: 

o Endurnýjun á vatnsbóli í Mjóadal

 

Aðra framkvæmdir:

• Mat og endurskoðun vatnsveitu á Hvammstanga

• Endurnýjun á stofni frá vatnstanki á Hvammstanga að Kirkjuvegi

• Lagning ljósleiðara suður Hrútafjörð

• Hitaveita fjargæsla

 

3. Rafmagnsleysið 3. janúar – Bilanir og atvik

Fyrir fundinum lá minnisblað frá veitustjóra um atvik og bilanir sem sem upp komu í kjölfar rafmagnsleysis 3. janúar sl.   Bilanir í dælustöð á Laugarbakka má rekja til gamallar rafmagnstöflu sem þarfnast endurnýjunar.  

4. Reglugerð um styrki til fráveituframkvæmda

Veitustjóri fer yfir reglugerð sem samþykkt var af umhverfis- og auðlindaráðherra síðasta vor. Hægt verður að sækja um styrki fyrir fráveituframkvæmdum sem fram fara á tímabilinu 2020-2030. Veitustjóra falið að skoða hvaða framvæmdir sem fara þarf í á næstu árum hjá sveitarfélaginu falla undir þessa reglugerð.

 

5. Önnur mál.

Ólafur Stefánsson á Reykjum óskar eftir að tengjast  til bráðabirgða ljósleiðaraþræði  á Reykjatanga og spegla að Reykjum. Netsambandið á Reykjum er  mjög lélegt og litið er á þessa aðgerð sem tímabundna þar til ljósleiðari verður lagður í Hrútafirði. Ólafur mun greiða allan kostnað við framkvæmdina, undirbúning og frágang.  Veituráð gerir ekki athugasemdir við að farið verði í þessa framvæmd. 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:21

 
Var efnið á síðunni hjálplegt?