21. fundur

21. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 26. maí 2020 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1.                   Reykjatangi, Deilir tilboð í tank og lagfæring á borsvæði

Lögð var fram kostnaðaráætlun frá Deili vegna smíði á gasafloftunartanki ásamt einangrun á tanknum. Veituráð samþykkir fyrir sitt leyti smíði og einangrun á tanknum hjá Deili, en kostnaður við þann hluta verksins er áætlaður 4,1 m.kr. Einnig felur áætlunin í sér lagfæringu á borholusvæði á Reykjatanga. Þar sem lagt er til endurnýjun lagna, lagfæring á holutoppum, tiltekt á svæðinu, undirstaða og tenging á tanknum á staðnum.

  2.                 Míla samstarfsverkefni ljósleiðari Vatnsnesi

Lagður var fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Mílu, þar sem hann tilkynnir að Míla dragi sig út úr verkefni um lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi. Veituráð átelur Mílu fyrir að draga sig út úr verkefninu rétt áður en framkvæmdir eiga að hefjast. Veitustjóra falið að skoða möguleika á nýjum samstarfsaðilum og hafa samband við verktaka.

  3.                  Neyðarlínan, samningur um aðstöðu fyrir Tetrakerfi

Neyðarlínan, leigusamningur um tetrastöð, loftnet og tilheyrandi búnað á vatnstank á Hvammstanga. Veituráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 4.                  Loftmyndir, Gagnasjá, veitur lagnir, byggingar o.fl. kynning

Kynning á Gagnasjá sem stendur til að birta á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar verða upplýsingar um veitur, byggingar o.þ.h.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?