11. fundur

11. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 25. júní 2019 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.  Staða framkvæmda í Melahverfi.

Veitustjóri segir að framkvæmdir vegna endurnýjunar hitaveitulagna gangi nokkuð vel og séu á áætlun. 

2.  Undirbúningur ljósleiðara á Vatnsnesi og Vesturhópi.

Undirbúningur gengur vel og er á áætlun.  Verið er að skrá fornminjar á lagnaleið og á sú vinna að vera klár í byrjun ágúst.  Búið er að ræða við flesta húseigendur á svæðinu. Viðræður hafa eru við Rarik um möguleg samlegðaráhrif.     

3.  Gjaldskrármál vatnsveitu.

Rætt um gjaldskrá vatnsveitu og samanburð við önnur sveitarfélög.  Ákveðið að veitustjóri taki saman og geri áætlun um viðhald og rekstur vatnsveitunnar til næstu 5 ára. 

4.  Framhald veitu- og ljósleiðaraframkvæmda á Hvammstanga.

Miklar viðhaldsframkvæmdir hitaveitu liggja fyrir á næstu árum á Hvammstanga og verður ljósleiðari lagður með.   Forgangsröðun fer eftir ástandi lagna.  Verið er að skoða hvort hægt er að hraða ljósleiðaravæðingu á Hvammstanga eitthvað frekar.

5.  Önnur mál

a)  ISOR er að hitamæla holu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði.  Niðurstaða ætti að liggja fyrir næstu daga.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:22

Var efnið á síðunni hjálplegt?