199. fundur

199. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 1. mars 2023 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson varaformaður, Halldór Pálsson aðalmaður, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður. Ármann Pétursson boðaði forföll en varamaður gat ekki setið fundinn.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Minkaveiði og grenjavinnsla 2023.
Eftirtaldir samningar eru í gildi til 31. desember 2023:
Minkaveiði
Þorbergur Guðmundsson, Miðfjörður.
Elmar Baldursson, Vatnsnes vestan og austan.
Þormóður Heimisson, Vatnsnes vestan.
Þormóður Heimisson, Hrútafjörður austan.
Hannes Hilmarsson, Hrútafjörður vestan.
Þorbergur Guðmundsson var einnig með samning um minkaveiði í Víðidal en hefur sagt sig frá honum. Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir aðila til að taka minkaveiði í Víðidal að sér til 31. desember 2023.
Grenjavinnsla
Óskar Sigurbjörnsson, Vatnsnes vestan.
Björn V. Unnsteinsson, Vatnsnes austan.
Benedikt Guðni Benediktsson, Miðfjörður.
Skúli Sigfússon, Víðidalur.
Þorbergur Guðmundsson, Hrútafjörður austan.
Hannes Hilmarsson, Hrútafjörður vestan.

2. Úthlutun fjármagns til heiðagirðinga. Landbúnaðarráð leggur til að kr. 3.300.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2023 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:
a) Í Hrútafirði kr. 860 þús.
b) Í Miðfirði kr. 1.170 þús.
c) Í Víðidal kr. 1.270 þús.

Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2023 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 3.500 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.500 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 3.700 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.
Landbúnaðarráð brýnir fyrir fjallskilastjórnum að halda kostnaði við viðhald heiðagirðinga innan fjárheimilda. Einnig áréttar ráðið að skv. reglum vegna styrkja til fjallskiladeilda skal öllum reikningum skilað fyrir 31. október ár hvert.
3. Reglur um fjallagrasanytjar. Lögð fram drög að reglum um fjallagrasanytjar í sveitarfélaginu. Landbúnaðarráð samþykkir drögin og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4. Umsagnir um drög að þingsályktunartillögum um landbúnaðar- og matvælastefnur. Lagðar fram til kynningar.

Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:39.

Var efnið á síðunni hjálplegt?