198. fundur

198. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 1. febrúar 2023 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson varaformaður, Halldór Pálsson aðalmaður, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður og Ármann Pétursson varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Formaður setti fund.

 

Afgreiðslur:

  1. Reglur vegna styrkja til fjallskiladeilda til viðhalds girðinga, skála og styrkvega. Í reglunum eru dregin saman helstu áhersluatriði sveitarfélagsins varðandi skil reikninga, samþykktir þeirra, vöruúttektir o.s.frv. Landbúnaðarráð samþykkir reglurnar.
  2. Fulltrúar fjallskiladeilda koma til fundar.

Kl. 13:30 komu til fundar við ráðið eftirfarandi fulltrúar fjallskiladeilda: Guðmundur Ísfeld, Tómas Daníelsson, Dagný Ragnarsdóttir, Þórarinn Óli Rafnsson og Jón Benedikts Sigurðsson.

Rætt um reglur vegna styrkja til fjallskiladeilda, sjá 1. dagskrárlið. Einnig rætt um fjallskil og önnur málefni fjallskiladeilda. Landbúnaðarráð þakkar fulltrúum fjallskiladeildanna gagnlegar umræður.

Gestir véku af fundi kl. 14:06.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 14:17.

Var efnið á síðunni hjálplegt?