190. fundur

190. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 13:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson formaður í gegnum fjarfundabúnað, Halldór Pálsson aðalmaður, Ebba Gunnarsdóttir aðalmaður í gegnum fjarfundabúnað, Guðrún Eik Skúladóttir aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,

Dagskrá:
1. Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga.


Afgreiðslur:

1. Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga. Landbúnaðarráð leggur til að kr. 3.300.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2022 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:

a) Í Hrútafirði kr. 750 þús.
b) Í Miðfirði kr. 1.050 þús.
c) Í Víðidal kr. 1.150 þús.
d) Safngirðing við Neðra Núp kr. 350 þús.

Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2022 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 3.300 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.300 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 3.500 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.
Landbúnaðarráð brýnir fyrir fjallskilastjórnum að halda kostnaði við viðhald heiðagirðinga innan fjárheimilda.


Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 13:36

Var efnið á síðunni hjálplegt?