189. fundur

189. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 8. desember 2021 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson formaður, Ebba Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir aðalmaður, Ingveldur Linda Gestsdóttur varamaður og Sigríður Ólafsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:
1. Gæsa- og rjúpnaveiði 2021
2. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns
3. Fjárhagsáætlun 2022
4. Styrkvegir, uppgjör
5. Heiðargirðingar, uppgjör
6. Refa- og minkaveiði 2021

Afgreiðslur:

1. Gæsa- og rjúpnaveiði 2021. Júlíus Guðni Antonsson veiðieftirlitsmaður kemur á fundinn og gerir grein fyrir störfum sínum. Júlíus Guðni fór eina ferð til að hafa eftirlit með gæsaveiði. Rjúpnaveiði var með sama sniði og 2020, þó var ekki heimilt að hefja leit eða veiði á rjúpu fyrir kl. 12 þá daga sem heimilt var að veiða. Júlíus Guðni fór sex ferðir til að hafa eftirlit með rjúpnaveiði. Almennt gekk vel, þó þurfti að hafa afskipti af veiðimanni á Arnavatnsheiði. Í fleiri tilvikum fór veiðieftirlitsmaður á Víðidalstunguheiði og fylgdist með veiðimönnum í þjóðlendunni. Allir fylgdu fyrirmælum. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu. Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.
2. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns. Búfjáreftirlitsmaður Húnaþings vestra Dagbjört Diljá Einþórsdóttir gerir grein fyrir starfi sínu á árinu. Minna var um útköll en fyrra ár. Um 20 mál komu inn á borð hjá búfjáreftirlitsmanni. Þar af voru 18 mál þar sem sinna þurfti fé og tvö mál vegna hrossa. Flestar tilkynningar eru vegna sauðfjár á Norðurbraut. Landbúnaðarráð þakkar Dagbjörtu Diljá fyrir greinargóða yfirferð.
3. Fjárhagsáætlun 2022. Elín Jóna Rósinberg kom til fundar og fór yfir fjárhagsramma landbúnaðarráðs árið 2022. Landbúnaðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.
4. Styrkvegir, uppgjör. Lagt fram til kynningar. Á 184. fundi landbúnaðarráðs þann 23. júní sl. var áréttað að reikningar vegna vinnu við styrkvegi skyldu berast sveitarfélaginu fyrir 30. september ár hvert. Þar sem uppgjör vegna styrkvega hefur ekki borist frá öllum fjallskiladeildum er þetta áréttað á ný og falla greiðslur vegna styrkvega niður ef reikningar hafa ekki borist fyrir 17. desember nk.
5. Heiðagirðingar, uppgjör. Lagt fram til kynningar.
6. Refa- og minnkaveiði 2021. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 14:18

Var efnið á síðunni hjálplegt?