167. fundur

167. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2019 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður og Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:                                                           

1.  GróLind – verkefni landgræðslunnar um mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands
2.  Hnitsetning landamerkja jarða
3.  Drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila
4.  Önnur mál 

Afgreiðslur: 

1.  GróLind – verkefni landgræðslunnar um mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands. 
Sigríður Ólafsdóttir kemur á fundinn og segir frá verkefninu.  Um er að ræða samkomulag frá árinu 2017 til 10 ára milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslunnar og Landssamtaka sauðfjárbænda.   Í samkomulaginu felst m.a. ástandamat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagning beitilanda, könnun á beitaratferli sauðfjár (GPSkindur) og samstarf við landnotendur.
Í fyrsta áfanga verður allt beitiland á Íslandi sett inn í kortagrunn Landmælinga Íslands, í öðrum áfanga verða fundnir ákveðnir staðar á landinu til að nota í vísindalegum rannsóknum um gróðurframvindu og í þriðja áfanga verðu búið til „app“ með gervigreind þar sem notendur geta sett inn mynd og þannig metur „appið“ gróðurframvindu.    Fyrsti áfangi er kominn vel á veg og gefur góðar væntingar um framhaldið.  Vesturlandi er að mestu lokið og verið að vinna í Norðurlandi vestra.

Landbúnaðarráð lýsir ánægju sinni með þetta mikilvæga verkefni, það er hagur bænda að landnýting sé skynsamleg og ekki á kostnað náttúrunnar.   Þá hvetur landbúnaðarráð vinnuhóp GróLindar að vera í nánu samstarfi við heimafólk.

2.  Hnitsetning landamerkja jarða
Landbúnaðarráð hvetur bændur til að hnitsetja jarðir sínar.  Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda hefur hafið þessa vinnu á starfssvæði sínu.  Formanni falið að hafa samband við búnaðarsambandið og fá upplýsingar um framvindu verkefnisins og mögulega aðkomu þess í Húnaþingi vestra.  

3.  Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið leitar umsagna við drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila þar sem áhersla er lögð á tryggja neytendum opinberra aðila matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa. Stefnan tekur m.a. mið af því að opinber innkaup matvæla stuðli að minnkun kolefnisspors við framleiðslu og flutning og miðar að því að tryggja neytendum aðgang að upplýsingum um uppruna matvæla.

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem farin er af stað í að marka innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila. Telur ráðið það einsýnt að þau gildi og markmið sem unnið er eftir gefi íslenskum landbúnaðarafurðum gott forskot gagnvart innfluttum matvælum. Þó ekki megi skilyrða opinber kaup á íslensku hráefni þá verður það augljóslega fyrsti kostur ef alvara er fyrir hendi þegar talað er um vistvæn skilyrði og kröfur í tengslum við framleiðsluhætti og flutninga sem og að draga úr loftslagsáhrifum.  Landbúnaðarráð vill einnig benda starfshópnum á að skv. upplýsingum úr gögnum sem fylgja drögum að stefnunni þá er víða erlendis gerð krafa um að ákveðið hlutfall matvæla komi úr nærumhverfi og/eða sé lífrænt.

4.      Önnur mál
a) Ræddar hugmyndir um nýtingu dróna til aðstoðar við seinni smölun.  Einnig stóðréttir í Víðidal sem menningarviðburð.  Ákveðið að fá formann fjallskiladeildar Víðdælinga á næsta fund ráðsins í júní nk. 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:40

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?