163. fundur

163. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson aðalmaður og  Sigtryggur Sigurvaldason aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

 Dagskrá:                                                          

  1. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns 2018
  2. Styrkvegir, uppgjör
  3. Heiðargirðingar, uppgjör
  4. Umsóknir um vetrarveiði á ref 2018-2019
  5. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

  1. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns Húnaþings vestra .  Dagbjörg Diljá Einþórsdóttir búfjáreftirlitsmaður Húnaþings vestra gefur yfirlit yfir störf sín á árinu.  Sveitarstjóra falið að fá Guðmund Sigurðsson frá Vegagerðinni á næsta fund nefndarinnar til að ræða stöðu á
    girðingum.

 

1.  Lagt fram til kynningar yfirlit um nýtingu á úthlutuðu fjármagni til styrkvega á árinu 2018

2.  Lagt fram til kynningar yfirlit um nýtingu á úthlutuðu fjármagni til heiðagirðinga á árinu 2018. Enn eiga eftir að berast einhverjir reikningar. 

3. Fram lagðar umsóknir frá aðilum er vilja stunda vetrarveiðar á ref í Húnaþingi vestra til 15. apríl nk. Umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Björn Viðar Unnsteinsson, Vesturhóp
Elmar Baldursson, Vatnsnes
Guðmundur Pálsson, Víðidalur
Hannes Guðmundur Hilmarsson, Hrútafjörður vestan
Jón Kristján Sæmundsson, Hrútafjörður austan
Þorbergur Guðmundsson, Miðfjörður

Landbúnaðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera samninga við ofangreinda umsækjendur að uppfylltum skilyrðum sem koma fram í auglýsingu um vetrarveiði á ref.

Samningarnir gildi til 15. apríl nk.  Samningshafar skuli hafa skilað inn skottum og reikningum í síðasta lagi 25. maí 2019.  Sama fyrirkomulag verður á veiðunum og í fyrra eða 8.000 kr. fyrir hvern ref. Greitt verður að hámarki fyrir 17 dýr á hverju svæði til 15. febrúar 2019.  Ef fjárveiting til vetrarveiði er ekki fullnýtt á þeim tíma verður greitt fyrir umfram dýr á meðan fjárveiting leyfir. 

4.  Önnur mál

a)  Skipulag ormahreinsunar á hundum í kjölfar frétta um vöðvasull í fé.  Sk. frétt frá MAST í október sl. hefur orðið vart við vöðvasullur í fé á landsvísu. Þessi sullur er ekki hættulegur fólki en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti.  Hundar eru hýslar og er árleg hreinsun þeirra því afar mikilvæg en ekki er lengur skipuleg hreinsun hunda til sveita. Sveitarstjóra falið að auglýsa ormahreinsun.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:52

Var efnið á síðunni hjálplegt?