162. fundur

162. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, aðalmaður, Halldór Pálsson aðalmaður og  Sigtryggur Sigurvaldason aðalmaður.  Guðrún Eik Skúladóttir tilkynnti forföll.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

 Dagskrá:                                                          

  1. Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018
  2. Vetrarveiði á ref
  3. Uppgjör vegna refa- og minkaveiða
  4. Styrkvegir, uppgjör
  5. Sauðfjársmölun á Vatnsnesi
  6. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

  1. Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018

Rætt var um fyrirkomulag rjúpnaveiði í haust. Ákveðið að fjölga byssum um eina á svæði 2, eignarhlut Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru, þannig að verði 5.  Að öðru leiti er fyrirkomulagið eins og árið 2017. 

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra verður með eftirfarandi hætti haustið 2018:

  1. Veiðimönnum með gilt veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins. Um verður að ræða tvennskonar leyfi sem gefin verða út á jafnmörg svæði.

Svæðin eru:   

1. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði ásamt jörðunum Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi  og eignarhlut Húnaþings vestra í Öxnatungu. 

 2. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru.

 

  2.Hvert veiðileyfi sem selt er gildir á veiðitíma rjúpu sem umhverfisráðuneytið hefur gefið út vegna ársins 2018 og veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Um er að ræða sölu á dagsleyfum.

  3. Veiðileyfin verða til sölu hjá Ferðaþjónustunni Dæli. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 9.000 á dag.

  4. Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði 1 er takmarkaður við 4 byssur á dag en 5 byssur á svæði 2 og tekið skal fram að leyfishafar hafa einir heimild til veiða á umræddum svæðum.   Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.

  5. Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Þannig veitir veiðileyfið ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði.

Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að takmörkuðum gæðum eins og rjúpnaveiði.   

     2.  Vetrarveiði á ref.

Til ráðstöfunar skv. fjárhagsáætlun eru kr. 1.000.000.  Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiði á ref með umsóknarfresti til 31. október nk.

     3.  Uppgjör vegna refa- og minkaveiða

Lagðar fram upplýsingar um refa-og minkaveiði frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.  Kostnaður Húnaþings vestra vegna refa-og minkaveiði á þessu tímabili er alls kr. 8.521.827.   Unnin grenidýr  eru 115, yrðlingar 231 , hlaupadýr 96  og minkar 57. Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.000.000 í fjárveitingu á árinu 2019 til vetrarveiði á ref.

     4. Styrkvegir, uppgjör.  Liðnum er frestað þar sem uppgjör liggur ekki fyrir.

     5. Sauðfjársmölun á Vatnsnesi

Erindi frá 13 aðilum þar sem farið er fram á að notkun á tvígengis mótorkross hjólum við smölun verði bönnuð.

Landbúnaðarráð tekur undir það að tvígengishjól fara ekki vel saman með hrossum og beinir því til landeigenda að sína tillitsemi við smölun heimalanda þar sem hross eru í grennd.

Landbúnaðarráð leggur áherslu á að notkun vélknúinna farartækja sé stillt í hóf og að þau séu aðeins notuð þannig að alltaf sé tekið tillit til landsins og dýravelferðar.

     6. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:42

Var efnið á síðunni hjálplegt?