160. fundur

160. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og  Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

 Dagskrá:                                                          

  1. Erindi frá Bjarna Ásgeirssyni
  2. Erindi frá Guðmundi Pálssyni vegna vetrarveiti á ref og umframmagn
  3. Erindi frá Gunnari Wedholm vegna rjúpnaveiða næsta haust
  4. Erindi frá Sjálfseignarstofnunnar Grímstungu- og Haukagilsheiða vegna verndunar Stórasands.
  5. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 1. Erindi frá Bjarna Ásgeirssyni hrl. fyrir hönd Sigríðar Petru Friðriksdóttur og Karls G. Friðrikssonar eigenda Hrísa í Fitjárdal.  Málið varðar heykaup af riðusýktu svæði og meintan yfirgang hrossa.  Byggðarráð vísaði erindinu til landbúnaðarráðs á 965. fundi sínum þann 30. apríl sl.

Varðandi heyflutning úr Skagafirði þá hefur landbúnaðarráð leitað upplýsinga frá Jóni Kolbeini héraðsdýralækni. Heyflutningur mun vera leyfður úr Skagahólfi og Húnahólfi. Sveitarfélagið mun því ekki aðhafast vegna þess. 

Skv. upplýsingum frá lögfræðingi sveitarfélagsins þá hefur sveitarfélagið ekki valdheimildir til að hlutast til um þann ágreining sem virðist upp kominn milli eigenda á Hrísum og Hrísum II um vörslur eigenda Hrísa II á hrossum sínum eða aðbúnað hrossanna að öðru leyti eins og málum er háttað. Aðilar verði sjálfir að ákveða hvernig girða á milli jarðanna eftir ákvæðum laga þar um sbr. m.a. ákvæði girðingalaga nr. 135 frá 2001. Hvað varðar aðbúnað hrossanna þá telur landbúnaðarráð að slíkar kvartanir heyri undir Mast og mun því senda Mast bréfið til þóknanlegrar meðferðar.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

2. Erindi frá Guðmundi Pálssyni vegna vetrarveiti á ref og umframmagn.

Þar sem fjárveiting til vetrarveiði er ekki fullnýtt verður greitt fyrir þau umfram dýr sem veidd voru á tímabilinu, á meðan fjárveiting leyfir.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

3. Erindi frá Gunnari Wedholm vegna rjúpnaveiða næsta haust.  Gunnar viðrar þá hugmynd að leigja rjúpnaveiðisvæði í 1 – 3 ár.  Landbúnaðarráð hafnar framkomnum hugmyndum um leigu til eins aðila án auglýsingar m.a. vegna þess að ekki er talið réttlætanlegt að takmarka aðgang heimamanna og annarra viðskiptavina frekar að veiðilendum.

4. Erindi frá Sjálfseignarstofnunnar Grímstungu- og Haukagilsheiða vegna verndunar Stórasands, lagt fram til kynningar.  Skv. fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 23. apríl sl. mun nefndin halda kynningarfund í deildinni um málið í júní.

5.     Önnur mál.

a) Styrkvegir.  Ekki liggur fyrir endanleg fjárveiting þar sem upplýsingar um fjármagn frá Vegagerðinni eru ókomnar.  Samþykkt að fjallskilastjórnir fái heimild til að sinna lágmarksviðhaldi sem síðan dregst frá úthlutuðu fjármagni þegar endanleg fjárveiting liggur fyrir. 

b) Erindi frá stjórn Veiðifélags Víðidalsár þar sem fram koma áhyggjur vegna stækkandi stofnstærðar minks á vatnasvæðinu og hvatning til sveitarfélagsins um að leiða allra leiða til að stemma sigu við stækkun stofnsins og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að útrýma þessum vágesti.  Landbúnaðarráð þakkar ábendinguna og mun koma henni áfram til þess aðila sem er með samning við sveitarfélagið um minkaveiði á umræddu svæði. 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:00

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?