159. fundur

159. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og  Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:                                                           

  1. Heiðargirðingar, útdeiling fjármagns
  2. Dýrahræ, úrræði
  3. Staða sauðfjárræktar í Húnaþingi vestra
  4. Önnur mál

Afgreiðslur:

1.      Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga 

Landbúnaðarráð leggur til að kr. 2.800.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2018 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:

a) Í Hrútafirði kr. 700.000-

b) Í Miðfirði kr. 966.000-

c) Í Víðidal kr. 1.134.000-

Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2018 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 2.625 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 2.625 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 2.885 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.

2.     Dýrahræ, úrræði.

Landbúnaðarráð telur ljóst að núverandi lög og reglur hér á landi um förgun dýrahræja ganga ekki upp þar sem ekki eru til úrræði til að fylgja þeim eftir, þ.e. það vantar brennsluofn/ofna til að brenna hræ af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er heima vegna sjúkdóma og sláturúrgang sem til fellur við heimaslátrun.  Þá er söfnun hræja og förgun bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd m.a. vegna varnarlína. 

Landbúnaðarráð fer fram á við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að undanþáguheimildir EES reglugerðar um förgun dýrahræja verði virkjaðar hér á landi þannig að möguleiki sé á að farga dýrahræjun beint með urðun á viðkomandi lögbýli.  

Hægt væri að setja þau skilyrði að ábúendur taki heilasýni eða haus af þeim kindum sem fargað er heima eða drepast og skili því til dýralæknis/Keldna.   Allar grafir verði merkar inn á kort í gagnagrunni sem yfirdýralæknisembættið/sveitarfélög/MAST haldi utan um og ábúendur lögbýla ábyrgist að gengið sé frá gröfum á snyrtilegan hátt þannig að vargur komist ekki í hræin. 

Brýnt er að ásættanleg úrræði séu til ef upp kemur alvarlegur smitsjúkdómur í búfé, s.s. riða í sauðfé.  Við núverandi aðstæður verður ekki búið og með ólíkindum að lög og reglugerðir um förgun séu settar sem ómögulegt er að framfylgja. 

Landbúnaðarráð beinir því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að fundin verði lausn á málinu sem allra fyrst, lausn sem hægt er að framfylgja. 

3.      Staða sauðfjárræktar í Húnaþingi vestra.

Landbúnaðarráð vekur athygli á graf alvarlegri stöðu sauðfjárræktar.  Nauðsynlegt er að bregðast við stöðunni sem fyrst.  Ljóst er að ef ástandið verður langvarandi verða áhrif á samfélagið í Húnaþingi vestra mikil. 

4.      Önnur mál.

Enginn önnur mál.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:54

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?