157. fundur

157. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 7. febrúar 2018 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóhann Ragnarsson, formaður, Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður, Matthildur Hjálmarsdóttir, aðalmaður, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður.  Þórarinn Óli Rafnsson aðalmaður mætti ekki og boðaði ekki forföll.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:                                                           

  1. Bréf frá Landgræðslu ríkisins
  2. Niðurlagning Blöndulínu
  3. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

 

  1. Lagt fram til kynningar bréf Landgræðslu ríkisins dags. 12. desember sl. um endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi– lykilhlutverk sveitarfélaga. Erindinu var vísa til nefndarinnar á 958. fundi byggðarráðs. 
  2. Niðurlagning Blöndulínu.  Landbúnaðarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun ráðuneytisins um niðurlagningu Blöndulínu.  Ekki hefur komið upp riða í Húnahólfi síðan árið 2007 en í Skagahólfi kom riða upp síðast árið 2016.  Þarna munar nærri 10 árum og verður að teljast óeðlilegt að slíkt kallist sama sjúkdómastaða.   
    Í maí árið 2016 ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp til að skila tillögum til ráðuneytisins um endurskoðun auglýsingar um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma. Í tillögunum skyldi koma fram hvaða varnarlínum skyldi halda við og eftir atvikum hvaða varnarlínur starfshópurinn mælti með að lagðar yrðu niður, ásamt greinargerð þar að lútandi.  Hópurinn skilaði af sér í mars 2017 og er skemmst frá því að segja að starfshópurinn lagði til að Blöndulína yrði áfram varnarlína.
    Landbúnaðarráð telur undarleg vinnubrögð að gengið hafi verið gegn tillögum starfshóps sem var skipaður af ráðuneytinu sjálfu.
  3. Önnur mál
    1. Lagt fram til kynningar erindi Auðlindadeildar LbhÍ um möguleika í staðbundinni vinnslu metans og nýting orkunnar í héraði.  Landbúnaðarráð fagnar framkomnum hugmyndum og lýsir yfir áhuga á að fá frekari kynningu á verkefninu.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?