234. fundur

234. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 2. febrúar 2023 kl. 10:00 í Grunnskóla Húnaþings vestra.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Halldór Sigfússon aðalmaður, Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður og Guðmundur Ísfeld aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður setti fund.

Afgreiðslur:

Kristinn Arnar Benjamínsson leikskólastjóri, Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Pálína Fanney Skúladóttir tónlistarskólastjóri komu til fundar við ráðið kl. 10:00.

  1. Skoðunarferð um grunn- og tónlistarskóla.

Skólastjórar sýndu fræðsluráði húsakynni skólans.

   2. Beiðni um lokun leikskóla kl. 12:00 þann 19. apríl 2023 vegna námsferðar.

Áður á dagskrá 231. fundar þar sem samþykkt var lokun leikskóla frá kl. 15:00 þann 19. apríl nk. Vegna ófyrirséðra breytinga á flugi óska starfsmenn leikskóla eftir að lokað verði frá kl. 12:00 þann sama dag. Fræðsluráð samþykkir beiðnina samhljóða.

  3. Drög að skóladagatölum grunn-, leik- og tónlistarskóla.

Skólastjórar grunn-, leik- og tónlistarskóla kynna fyrstu drög að skóladagatölum skólaársins 2023-2024. Fræðsluráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og felur skólastjórnendum að ljúka gerð þeirra.

Pálína Fanney vék af fundi kl. 11:25.

  4. Símareglur.

Lögð fram drög að uppfærðum síma- og snjalltækjareglum Grunnskóla Húnaþings vestra. Reglurnar hafa farið til umræðu í skólaráði og nemendaráði. Fræðsluráð samþykkir reglurnar samhljóða.

 5. Fundargerðir farsældarteymis.

Lagðar fram til kynningar.

 6. Reglur um skólaakstur.

Reglur um skólaakstur sem samþykktar voru á 233. fundi ráðsins voru teknar fyrir á 1164. fundi byggðarráðs sem haldinn var þann 23. janúar sl. Byggðarráð vísaði reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar en lagði til breytingu á forgangi viðbótarhópa í skólaakstri þannig að nemendur í leikskóla hafi forgang fram yfir nemendur í dreifnámi.

Kristinn Arnar, Eydís Bára og Guðrún Ósk véku af fundi kl. 11:55.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:58

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?