232. Fundur

232. Fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 1. desember 2022 kl. 10:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Halldór Sigfússon aðalmaður, Guðmundur Ísfeld aðalmaður og Hallfríður Óladóttir varamaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá:

1.  Fjárhagsáætlun 2023.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu atriði fjárhagsáætlunar 2023. Sviðsstjóra er þakkað fyrir greinargóða yfirferð.

2.  Skólaakstur, reglur og fyrirhugað útboð.

Lögð fyrir drög að reglum um skólaakstur. Drögin verða birt á heimasíðu Húnaþings vestra til athugasemda og ábendinga. Fræðsluráð óskar þess að taka ábendingar og athugasemdir sem berast til efnislegrar umræðu. Einnig voru umræður um fyrirhugað útboð á skólaakstri í byrjun árs 2023.

3.  Menntastefna stjórnvalda og ný menntastefna Húnaþings vestra.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti menntastefnu stjórnvalda. Umræðu um nýja menntastefnu Húnaþings vestra er frestað.

4.  Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, kynning og staða.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu á innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig kynnti sviðsstjóri lögin.

5.  Drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu.

Lögð fyrir drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu í Húnaþingi vestra. Drögin verða birt á heimasíðu Húnaþings vestra til athugasemda og ábendinga. Fræðsluráð óskar þess að taka ábendingar og athugasemdir sem berast til efnislegrar umræðu.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:50

Var efnið á síðunni hjálplegt?