998. fundur

998. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 15. apríl 2019 kl. 14:00 .

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, varamaður, og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.      1904021 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 5. apríl sl. 

2.      1904014 Lagt fram bréf USVH frá 2. apríl sl. þar sem Húnaþing vestra er hvatt til að verða heilsueflandi samfélag og vera leiðandi í því á Norðurlandi vestra, jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið leggi fjármagn í stækkun og breytingu á hringvelli Hestamannafélagsins Þyts.  Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2020-2023.

3.      1904022 Lagt fram erindi frá húsnefnd félagsheimilisins Víðihlíð, þar sem óskað er eftir tímabundinni aðstoð sveitarfélagsins vegna þess kostnaðar sem hlaust af vatnstjóni og breytingum sem því fylgdi.  Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að útfæra það nánar.

4.      1904023  Lagt fram erindi SSNV,  frá 8. apríl sl. þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn taki til umfjöllunar  Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra. Ef sveitarstjórn hefur athugasemdir við áætlunina þurfa þær að hafa borist fyrir 1. maí n.k.

5.      1904024  Lögð fram styrkbeiðni frá Kristjáni Haukdal Jónssyni vegna námsferðar til Danmerkur og Svíþjóðar.  Byggðarráð hafnar erindinu.

6.      1904016  Lögð fram styrkbeiðni frá Leikfélagi Hólmavíkur dags. 9. apríl sl. Leikfélagið hyggst sýna leikritið Nönnu systur í Félagsheimilinu Víðihlíð þann 28. apríl n.k. Sótt er um styrk að upphæð kr. 41.000 en það er sú upphæð sem leikfélagið þarf að greiða í leigu  fyrir Félagsheimilið Víðihlíð.  Byggðarráð fagnar þessu framtaki Leikfélags Hólmavíkur sem eflir samskipti milli byggðarlaga og fjölbreytni í menningarviðburðum og samþykkir styrkbeiðnina.

Samþykkt að taka á dagskrá:

7.      1904028 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra dags. 12. apríl sl. þar sem óskað er umsagnar skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Hrund Jóhannsdóttir sækir um f.h. Gauksmýrar ehf. leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Strandgötu 1 á Hvammstanga. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

8.      1904029Lagt fram fundarboð á aðalfund Markaðsstofu Norðurlands og vorráðstefnu sem haldin verður 7. maí nk. á Fosshóteli Húsavík.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 14:31

Var efnið á síðunni hjálplegt?