995. fundur

995. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 18. mars 2019 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.      Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri kemur á fundinn.

Farið yfir helstu verkefni eins og undirbúning fyrir vinnuskóla sumarsins, skipulagsmál, húsgögn fyrir grunnskólann og Oríon, og almennt um umhverfis- og úrgangsmál.   

2.      1903021 Umsókn frá Svövu Magnúsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Norðurbraut 10 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Norðurbraut 10 á Hvammstanga.

3.      1903020 Erindi frá sýslumanninum á Nlv. þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Steinbjörn Tryggvason sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Höfðabraut 46.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra. 

4.      Lagt fram til kynningar drög að erindisbréfi fyrir öldungaráð.  Erindisbréfið verður einnig sent til kynningar í félagsmálaráði áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn.   

5.      1903022 Lagt fram til kynningar fundargerð 10. fundar þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks dags. 19. feb. sl., ásamt áætluðu rekstraryfirliti 2018 og áætlun um almenn framlög frá jöfnunarsjóði 2019.

Fram kemur í fundargerðinni að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er halli ársins 2018 af málaflokknum kr. 64,5 milljónir sem kemur til skipta á milli sveitarfélaga.  

Samþykkt að taka á dagskrá

6.      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Varðandi 1. gr.: Í frumvarpi þessu er lagt til að almannaréttur einstaklinga sem ferðast um óræktuð eignarlönd í byggð sér styrktur. Ástæða er til að gera alvarlegar athugasemdir við þetta ákvæði, það hlýtur alltaf að vera réttur landeigenda að takmarka aðgengi að afgirtu landi í byggð. Land er almennt ekki girt af að ástæðulausu. Þar geta bæði legið að baki landverndarsjónarmið, dýravelferðarsjónarmið og að auki nýtingarsjónarmið. T.d. þarf það að vera mögulegt fyrir bændur að takmarka aðgengi að hólfum þar sem búfénaði er beitt og getur það bæði varðað velferð búfjár og almennings. Þá getur viðkomandi land verið í uppgræðslu- eða skógræktarferli og gæti óheftur aðgangur almennings í miklum mæli stórraskað viðkomandi starfi.

Varðandi 3. gr.: Lagt er til að heimilt verði að takmarka fjölda ferðamanna um tiltekin svæði í kjölfarið á rökstuddu mati sem byggt er á þolmarkagreiningu svæðis, sem þarf að vinna af Umhverfisstofnun og auglýsa í Stjórnartíðindum áður en viðkomandi takmörkun verður staðfest. Ekki verður séð að mikil náttúruvernd sé fólgin í þessu ákvæði, enda viðbúið að verkferli sem þetta taki töluverðan tíma og væri þá jafnvel búið að vinna óbætandi tjón á viðkomandi svæði áður en takmörkun tæki gildi.

Frumvarpið í heild virðist ekki til þess fallið að auka náttúruvernd, enda fyrirséð að fyrirhugaðir verkferlar taki langan tíma, ásamt því að eingöngu er heimilt að taka gjald af ferðaþjónustu í atvinnurekstri en ekki af ferðamönnum sem ferðast um á bílaleigubílum. Þá er freklega brotið á rétti landeigenda hvað varðar umráð yfir eigin landi. Engar tölur liggja fyrir í greinargerð um að skipulagðar hópferðir eyðileggi land frekar en ferðamenn á bílaleigubílum, og má í framhaldinu velta fyrir sér hvort hér sé um brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að ræða.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 15:23

Var efnið á síðunni hjálplegt?