983. fundur

983. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 29. október 2018 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.       Júlíus Guðni Antonsson kemur fyrir hönd stjórnar félagsheimilisins Víðihlíð. 
  2.     1806010  Lagt fram til kynningar bréf frá Óbyggðanefnd þar sem tilkynnt er um kröfu á þjóðlendu á svæði 10A, nánar tiltekið sá hluti Drangajökuls sem er innan þess svæðis.
  3.    1810039  Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Núpsdalsvegar, 706-01 af vegaskrá.Byggðarráð mótmælir þessari ákvörðun þar sem Efri Núpur er kirkjustaður auk þess sem atvinnurekstur fer fram á jörðinni.
  4.    1810056  Lögð fram fundargerð 406. fundar Hafnarsambands Íslands frá 5. okt. sl.
  5.    1810055  Lögð fram drög að samningi við Selasetur Íslands að árlegum styrk vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar að upphæð kr. 5.000.000.  Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
  6.     1810054  Lögð fram drög að gjaldskrá Hafnarsjóðs. Drögin eru gerð með tilliti til breytinga á reglugerð nr. 1201/2014.  Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:46

Var efnið á síðunni hjálplegt?