974. fundur

974. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 3. september 2018 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, varamaður, Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir
 1.  1808033  Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni, má þar nefna hitaveitu í Víðidal og Miðfirði, ljósleiðari utan hitaveitu, gólf í íþróttahúsi, hitaveitu á Hvammstanga, framkvæmdir við Lindarveg, tjaldsvæði í Hvammi, viðbygging íþróttamiðstöðvar, útsýnispall við Kolugljúfur í Víðidal, Nestún, skólabrú, þökin á Reykjaskóla, eftirlit í dæluhúsum og vatnsveitu Reykjaskóla og Borðeyri.
 2.  1808030  Lagt fram bréf frá Sigurlaugu Jóhannesdóttur, vegna aukningar á vexti kerfils í Húnaþingi vestra.  Sveitarfélagið þakkar Sigurlaugu fyrir bréfið og fyrir hennar framtak í átakinu.  Skógarkerfill er ágeng tegund og hefur sótt í sig veðrið víðsvegar um landið á undanförnum árum.  Sveitarfélagið er landmikið og er skógarkerfil nú að finna víðsegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar. Það þarf samstillt átak sveitarfélagsins, íbúa og félagasamtaka til að hefta þessa þróun. Byggðarráð skorar á alla sem málið varðar að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið mun halda áfram að beita sér gegn útbreiðslu kerfilsins.
 3.   1808018 Lögð fram umsókn frá Níels Óskari Jónssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 7 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Bakkatúni 7 á Hvammstanga.
 4.   1808029  Lagt fram erindi frá blakdeild Ungmennafélagsins Kormáks þar sem beðið er um styrk til afnota af íþróttahúsinu á Hvammstanga vegna Íslandsmóts 4. deildar í blaki.  Um er að ræða 100-120 manns.  Vegna vanhæfis meirihluta fulltrúa í byggðarráði er úthlutun frestað og vísað til  afgreiðslu sveitarstjórnar.
 5.   1709001  Lagt fram erindi Ágústs Oddssonar um skort á bílastæðum við Hvammstangabraut.  Byggðarráð þakkar Ágústi erindið. 
 6.   Lagt fram til kynningar:
  1. 1808031  Fundargerð aukaársþings SSNV frá 22. ágúst sl.
  2. 1808032  Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019
  3. 1808034  Fundargerð 34. fundar stjórnar SSNV frá 15. ágúst sl.
  4. 1808035  Fundargerð 35. fundar stjórnar SSNV frá 21. ágúst sl.
 7.    Fundargerð fræðsluráðs, formaður byggðarráðs kynnti. 

Fundargerð 190. fundar fræðsluráðs frá 29. ágúst sl.  Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

    8.  Fundargerð félagsmálaráðs, formaður byggðarráðs kynnti.

 Fundargerð 194. fundar félagsmálaráðs frá 29. ágúst sl.  Fundargerð í 4 liðum.

 Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

 

Samþykkt að taka á dagskrá:

    9.  Löggæslumál í Húnaþingi vestra.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með lögreglustjóra Norðurlands vestra, Gunnari Erni Jónssyni.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                        Fundi slitið kl: 15:56

 

 

___________________________                             ____________________________

Ingveldur Ása Konráðsdóttir                                    Sveinbjörg Rut Pétursdóttir

 

 

___________________________                             ____________________________  
Magnús Magnússon                                                  Guðný Hrund Karlsdóttir

 

 

___________________________

Ingibjörg Jónsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?