969. fundur

969. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 19. júní 2018 kl. 08:15 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

1.  Umhverfisstjóri Ína Björk Ársælsdóttir mætir til fundar og ræðir hugmyndir um staðsetningu ærslabelgs og hreystibrautar. 

2.  Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  

    1. 1806007 Fundargerð 30. fundur stjórnar SSNV dags. 22. maí sl.
    2. 1805054 Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. maí sl.
    3. 1806038 404. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands dags. 28. maí sl.

3.      1805050  Lagt fram erindi frá Pálma Ríkharðssyni fyrir hönd stjórnar Hestamannafélagsins Þyts.  Félagið hefur hug á að stækka hringvöll sinn í Kirkjuhvammi um 25 metra til suðurs og vill því kanna hug sveitarstjórnar varðandi aðkomu að tilfallandi verkefnum sem falla til. Einnig bendir hestamannafélagið á að Syðri-Hvammsá sé farartálmi fyrir ríðandi og gangandi vegfarendur að vetri til.

Byggðarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í einhvers konar aðkomu að verkefninu en óskar eftir nánari upplýsingum þegar þær liggja fyrir.  Þá þakkar byggðarráð fyrir ábendingu varðandi Syðri-Hvammsána.  Friðrik víkur af fundi undir þessum lið.

4.      1805059  Bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Starir ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki IV. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

5.      1806009  Lagt fram bréf frá Arnari Gunnarssyni dagsett 6. júní fyrir hönd Adda ehf. kt. 520483-0399 þar sem hann segir upp skólaakstri á leið nr. 3 og nr. 10.  Einnig liggja fyrir drög að útboðslýsingu.  Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að auglýsa leiðirnar lausar til umsóknar.

6.      1804040  Lagt fram erindi frá Bjarna Ásgeirssyni hrl. fyrir hönd Sigríðar Petru Friðriksdóttur og Karls G. Friðrikssonar eigenda Hrísa í Fitjárdal þar sem niðurstöðu landbúnaðarráðs á 160. fundi ráðsins þann 6. júní sl., vegna meints ágangs hrossa, er mótmælt.  Byggðarráð vísar erindinu til landbúnaðarráðs.

7.      Lögð fram drög að erindisbréfi byggingarnefndar viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra.  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.

8.      Heitur pottur á Laugarbakka.  Rætt um forsendur þess að setja upp nýjan heitan pott á Laugarbakka. 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 09:55

Var efnið á síðunni hjálplegt?