963. fundur

963. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 19. mars 2018 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Ingimar Sigurðsson, varamaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
    1. 1803004 7. fundar þjónusturáðs vegna þjónustu við fatlað fólk dags.  27. feb. sl. ásamt rekstaryfirliti ársins 2017 og áætlun ársins 2018
    2. 1803005 26. fundar stjórnar SSNV dags. 20. feb. 2018
  2. 1803008 Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 23. mars nk. Byggðarráð tilnefnir Guðný Hrund Karlsdóttur sem fulltrúa Húnaþings vestra.
  3.  Lóðarumsóknir lagðar fram:

     a.    1803006 Umsókn frá Aldísi Olgu Jóhannesdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Grundartúni 6 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Grundartúni 6 á Hvammstanga.

      b.   1803007 Umsókn frá Sveinbjörgu Pétursdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Grundartúni 4 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Grundartúni 4 á Hvammstanga.

4.      1803011 Lagt fram erindi frá MAST vegna bréfs sem stofnuninni barst vegna förgunar dýrahræja. Byggðarráð vísar erindinu til Landbúnaðarráðs.

5. 1802024 Lögð fram umsögn að beiðni byggðarráðs frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs er varðar hækkun á leiguverði íbúða í eigu Húnaþings vestra. Við yfirferð á leiguverði er stuðst við leigutaxta í sambærilegum sveitarfélögum og þá möguleika sem tekjulægri eiga er viðkemur húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að vinna málið frekar.

 6. 1803037 Lagt fram erindi frá Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar um samruna félagsins við Gámaþjónustuna hf. Í þessu felst engin breyting á þjónustu við íbúa Húnaþings vestra.

 7. 1707024 Lagt fram erindi Gerðar Rósu Sigurðardóttur vegna Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs sem frestað var á 962. fundi byggðarráðs þar sem kannaður er sá möguleiki að mega nýta úthlutaðan styrk sem hún fékk vegna verkefnisins Skrúðvangs gróðurhúss úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra árið 2017, í áfallinn kostnað. Samkvæmt reglum sjóðsins eru styrkirnir fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir. Í samræmi við reglur sjóðsins samþykkir Byggðarráð að veita Gerði Rósu styrk fyrir þann hluta kostnaðar sem falla undir fjárfestingar, alls kr. 315.118 í stað upphaflegrar úthlutunar sem var kr. 1.000.000

8. Farið yfir framkvæmd samræmdra prófa 7., 8. og 9 mars sl.  Byggðarráð kallaði eftir upplýsingum um framkvæmd samræmdra prófa í 9. bekk. Samkvæmt skólastjóra voru þrír nemendur sem ekki gátu tekið íslenskuprófið, allir gátu tekið stærðfræðiprófið en enginn enskuprófið. Menntamálastofnun hefur gefið það út að skólar velji hvort nemendum gefist kostur að taka prófin í vor eða næsta haust og hafa skólastjórnendur ákveðið að bjóða nemendum í 9. bekk upp á það næsta haust. Dagsetningar liggja ekki fyrir. Byggðarráð lýsir yfir vonbrigðum með framkvæmd samræmdra prófa hjá 9. bekk þetta árið og kallar eftir betri vinnubrögðum Menntamálastofnunar.

 

Samþykkt að taka á dagskrá:

 9.Lóðarumsókn lögð fram:

1803043 Umsókn frá Ævari Marteinssyni og Herdísi Harðardóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Lindarvegi 8 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Lindarvegi 8 á Hvammstanga.

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:55

Var efnið á síðunni hjálplegt?