958. fundur

958. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. janúar 2018 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir varamaður, Elín R. Líndal aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni s.s. hitaveitu, ljósleiðara, íþróttamiðstöð og vatnsveitu.
  2. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
    1. 1712021  Fundargerð 855. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
      Eftirfarandi bókun lögð fram á lið nr. 9 um nýja persónuverndarlöggjöf. „Byggðaráð Húnaþings vestra tekur undir bókun stjórnar íslenskra sveitarfélaga um mikilvægi þess að jafn víðamikið mál fái vandaða umfjöllun og samráð og að ekki megi gefa afslátt af slíkum kröfum. Skammur fyrirvari á lagasetningu kallar einnig á að skoðaðir verði möguleikar á aðlögunarfrestum fyrir sveitarfélögin“

b) 1712025  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Nlv. frá 20. desember sl.

c) 1712026  Fundargerð stjórnar Róta bs. frá 21. desember sl.

3. 1712018  Lagt fram til kynningar bréf frá Hollvinasamtökum Efri-Núpskirkju, þar sem þakkað er fyrir veittan stuðning við endurbætur á kirkju og kirkjugarði.   

4. 1712017  Lagt fram til kynningar bréf Landgræðslu ríkisins dags. 12. desember sl. um endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi– lykilhlutverk sveitarfélaga. Byggðaráð samþykkir að vísa erindinu til Landbúnaðaráðs. 

5. 1612017  Lagt fram bréf Rakelar Jönu Arnfjörð dags. 20. desember sl. þar sem hún ítrekar beiðni sína um samantekt upplýsinga er varða umsókn hennar um húsaleigubætur. Byggðaráð samþykkir að fela sveitastjóra að svara erindinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

6. 1711025  Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar  dags. 14. desember sl. þar sem niðurfelling Fögrubrekkuvegar af vegaskrá sem tilkynnt var með bréfi dags. 7. desember sl.  er afturkölluð.

7. 1712023  Lögð fram til kynningar ársskýrsla Leikskólans Ásgarðs fyrir skólaárið 2016-2017.

8. 1712027  Lagt fram bréf Kristjáns Björnssonar dags. 27. desember sl. um varðveislu gamalla húsanafna á Hvammstanga. Í bréfinu leggur Kristján til að byggðarráð láti gera götukort af Hvammstanga og inn á það væru færð gömul heiti húsanna. Byggðaráð þakkar Kristjáni fyrir áhugaverða samantekt, en við fjárhagsáætlunargerð 2018 samþykkti byggðaráð styrk til að vinna að slíku verkefni og verður það gert aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. 

9. 1712029  Lagt fram til kynningar minnisblað sveitarstjóra um brunavarnir við háhýsi.  Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitastjórnar.  Sviðsstjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á körfubíl.

10. Lögð fram drög að auglýsingu um starf sviðsstjóra veitu- framkvæmda- og umhverfissviðs. Byggðaráð samþykkirdrögin og felur sveitastjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:58

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?