951. fundur

951. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 30. október 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður og Elín Jóna Rósinberg aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni  s.s.  hitaveitu, ljósleiðara, íþróttamiðstöð, vatnsveitu, skólabrú ofl.
  2. 1710043  Lagt fram bréf Farsólans dags. 19. október sl. þar sem óskað er eftir  fjárstuðningi á árinu 2018 kr. 230.000 sem er sama upphæð og stuðningurinn árið 2017. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.   
  3. 1710042  Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2018.  Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
  4. 1710042  Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 19. október sl.
  5. 1709065  Lögð fram drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög á Norðurlandi vestra.   Byggðarráð samþykkir drögin að teknu tilliti til ábendinga lögreglustjóra á Norðurlandi vestra.
  6. 1710046 Lögð fram til kynningar bréf Markaðsstofu Norðurlands, áfangaskýrsla flugklasans Air 66N.

 Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:52

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?