945. fundur

945. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 21. ágúst 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður og Elín Jóna Rósinberg aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar viðbyggðarráð.  Byggðarráð býður Unnstein velkominn til starfa og þakkar Skúla Húni Hilmarssyni, sem látið hefur af störfum sem rekstrarstjóri fyrir vel unnin störf. Farið yfir helstu verkefni sem verið er að vinna að s.s.  nýtt gólf í íþróttamiðstöð, viðbygging við íþróttamiðstöð, vatnsveita og endurnýjun á hitaveitulögn og rotþró á Laugarbakka, viðhald á lögnum í Reykjaskóla  endurbætur í grunnskóla, hitaveitulögn í Miðfirði og Víðidal, lagning ljósleiðara utan hitaveitu ofl.
  2. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  
    a.  1708006  Fundargerðir fjallskiladeildar Víðdælinga frá 10. og 11. ágúst sl. 
    b.  1708007  Fundargerð fjallskiladeildar Miðfirðinga frá 14. ágúst sl.
    c.  1708008  Fundargerð fjallskiladeildar Hrútfirðinga frá 15. ágúst sl.
  3. 1708005  Staða sauðfjárbænda.  Lagt fram minnisblað unnið af Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins um stöðu sauðfjárræktar í Húnaþingi vestra. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram þróun meðalverðs og fjöldi fjár í sveitarfélaginu undanfarin ár.

 

Áætlað innlegg haustsins 2016 er hærra en haustið 2015 þrátt fyrir færra fé sem skýrist af góðu árferði sem skilaði sér í auknum fallþunga dilka. Sú aukning vóg nokkuð upp á móti afurðaverðslækkun síðastliðið haust.

Einnig kemur fram í minnisblaðinu áætlað heildarverðmæti dilkakjöts í sveitarfélaginu undanfarin ár:

 

Lögð fram eftirfarandi bókun:

„Byggðaráð Húnaþings vestra lýsir yfir miklum áhyggjum af boðaðri lækkun á verði til sauðfjárbænda á komandi sláturtíð, en um 28% íbúa sveitarfélagsins búa á sauðfjárbýlum og ljóst að fyrirhugað tekjutap bænda hefur ekki aðeins áhrif á einstaka fjölskyldur heldur samfélagið allt.  Mikið er af afleiddum störfum vegna sauðfjárræktar í sveitarfélaginu og ef rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa hrynur þá mun í kjölfarið draga úr annarri starfssemi s.s. fækkun starfa í sláturhúsi, minnkandi umsvif matvöruverslunar, pakkhúss og hafnarinnar, á bifreiðaverkstæðum, bókhaldsþjónustu, sem og annarri almennri þjónustu.

Haustið 2015 var vegið meðalafurðaverð til bænda um 600 kr./kg. Haustið 2016 lækkaði afurðaverð til sauðfjárbænda um ríflega 10% og var vegið meðalverð um 538 kr./kg. Haustið 2017 eru enn boðaðar verðlækkanir, allt að 35%, og gangi þær spár eftir mun afurðaverð falla niður í um 350 kr./kg.   Miðað við þessar forsendur er heildarlækkun afurðaverðs í sveitarfélaginu um 145 milljónir króna frá haustinu 2016. Sé hins vegar litið aftur til ársins 2015 er heildarlækkunin  um 186 milljónir króna á tveggja ára tímabili.  

Verði af þeim lækkunum á verði til bænda sem afurðastöðvar á svæðinu hafa boðað nú í haust er ljóst að um gríðarlegt tekjutap er að ræða og í raun forsendubrest í rekstri flestra sauðfjárbúa.  Afar ólíklegt er að sauðfjárbændur geti staðið við þær skuldbindingar sem stofnað hefur verið til í gegnum árin og miðuðu við aðrar forsendur en menn standa frammi fyrir í dag.  Hætt er við að bændur lendi í fátækragildru með ófyrirséðum áhrifum fyrir samfélagið allt.   

Byggðarráð Húnaþings vestra skorar á ráðherra landbúnaðarmála og ráðherra byggðamála, ásamt þingmönnum kjördæmisins, að beita sér fyrir því að málefni sauðfjárbænda verði leyst með farsælum hætti“.

4.  1708004  Lagt fram bréf Guðrúnar Ragnarsdóttur dags. 15. ágúst sl. þar sem hún óskar eftir breytingu á starfi sínu hjá sveitarfélaginu.  Erindið samþykkt.  Sveitarstjóra falið að auglýsa starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í samvinnu við ráðningastofu.

5.  1708003  Lögð fram lóðaumsókn um íbúðarhúsalóð.  Hjálmar Pálmason og Guðlaug Sigurðardóttir sækja um að fá úthlutað lóðinni að Garðavegi 31 til að reisa þar einbýlishús.  Byggðarráð samþykkir erindið.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:57

Var efnið á síðunni hjálplegt?